nóvember 07, 2008

Ég hlýt að vera algjörlega rugluð að vera ennþá að spá í að flytja heim. Held ég hafi aldrei verið eins ringluð í sambandi við nokkra ákvörðun sem ég hef þurft að taka.

Er yfirhöfuð einhver von til þess að fá vinnu í þessu umhverfi sem ríkir á Íslandi núna?

Þarf að gera pros og cons lista hið fyrsta.

2 Ummæli:

Þann 8/11/08 13:13 , Blogger Sigga Lára sagði...

Maður veit eiginlega ekki neitt um atvinnuástandið. Ég er í skólanum fram á vor og ætli atvinnuleysið taki þá ekki bara fagnandi á móti mér.

En er ekki meira gaman að vera atvinnulaus með okkur Siggudís heldur en í Englandi. ;-)

Bráðum verður líka kannski hægt að fá hérna skítódýrt húsnæði í haugum, ef nýjasta hagspá Seðlabankans rætist. Og nú eru leikskólar allt í einu allir bara súpervel mannaðir af menntuðu starfsfólki og ég veit ekki hvað. Svo að sumu leyti er þetta kannski besti tíminn til að flytja hingað.

Það er líka talsvert að gera í túrismanum hérna núna. En ég hef heyrt af því að margir séu að sækja um öll störf sem eru auglýst akkúrat þessa dagana, enda nýbúið að segja uppfleirihundruð manns í bönkunum og svona. En það var líka heilmikil mannekla úti um allt.

Ég er reyndar búin að hóta að flytja úr landi ef sjálfsræðisflokkurinn verður enn við völd eftir næstu kosninga, en ég hef enga trú á að það verði.

 
Þann 9/11/08 12:36 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Jahh....

Hlutir hafa tilhneygingu til að reddast....

Ég held að það sé nú bara málið.

Ísland er svo skrýtið í dag....

Sakn jú og Gvuð hvað ég hlakka til að fá ykkur heim :*

Lúv,
Berglind syss

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim