Einhverntíman var einhver að velta fyrir sér hver Heitiég væri og hvað það þýddi. Ég veit ekki hvort einhver var búinn að gefa út skýringar á því en ég geri það alla vega hér með. Heitég er Heiða Skúla. Það nafn er komið til vegna þess að einn daginn þegar við vorum litlar og Heiða systir ennþá minni kom Skúladóttir heim til mín að leika. Heiða systir spurði hvað hún héti og Heiða Skúla svaraði náttúrlega Heiða. Þá sagði litla sæta barnið, ansi góð með sig - jaaaá, heitiég - hún gat nefnilega enganvegin skilið að tvær persónur gætu haft sama nafn. Og þaðan er Heitiég komið.
Gott að frétta héðan. Gott veður og skólinn er ágætur. Hitti íslenska konu í morgun sem kennir frönsku í skólanum mínum. Við ætlum að fá okkur kaffi eftir skóla á morgun.
Ég er búin að gera stórkostlega uppgötvun. Sendibréf þurfa ekki endilega að vera 100 blaðsíðna löng. Ég hef verið haldin þeirri ranghugmynd í mjööög mörg ár að það sé ekki hægt að skrifa bréf nema það sé á lengd við meðal bók og innihaldi lýsingu í smáatriðum á daglegu lífi manns. Því vara ég alla við. Nú hefjast bréfaskriftir ógurlegar og pósti tekur að rigna yfir Ísland. Það tekur mig nefnilega ekki lengur marga klukkutíma að skrifa eitt bréf. Nú get ég skrifað mörg bréf á klukkutíma ;)
Góðar stundir lesendur góðir.
nóvember 13, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég er að fara niðrí fjöru að leita að rekaviði fyr...
- Hæ aftur Kannski ég taki fram þar sem sumir föttu...
- Skólinn minn er lokaður í dag. Það er vegna þess a...
- Nýtt vinablogg - Þórunn Gréta er komin í bloggandi...
- Já, gleymdi að segja að ódýrasti miðinn sem er í b...
- Jamm. Við eigum líka flugmiða til Íslands. Við kom...
- Ókey - búin að bóka til London. Það kostaði 5.500 ...
- Ég er að fara að leita að flugi heim um jólin. Lig...
- Hver er mesta svikakvendið í heiminum? Það er ég f...
- Litla ljúfan hún Heiða systir mín á afmæli í dag. ...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim