nóvember 08, 2003

Já, gleymdi að segja að ódýrasti miðinn sem er í boði með Iceland Express er 80.000. Áðan var svo til flugmiði með gamla góða (?) Æslanderdottsíódottjúkei fyrir 67.000 (í allt fyrir okkur bæði) og ég dreif mig bara og bókaði það flug. Þannig að við lendum í Keflavík 22. desember klukkan 1600 að staðartíma. YYYEEEEESSSSSSSSS. (lesist með öskurhljóðum)

Annars gerðist eitt fyndið um daginn. Ég var að kenna Jónatani íslenska stafrófið og hann pissaði næstum á sig af hlátri þegar hann var að reyna að segja alla sérhljóðana og broddstafina rétt. Svo fór ég með stafrófið og hann hermdi eftir... A Bé Sé Dé E Eff Gé Há I Joð Joð? Ég heiti (hann kann sko líka að segja það) Joð ónatan. Ahahaha

Kannski var þetta ekkert svo fyndið eftir allt saman. Kannski varð maður að vera á staðnum til að þykja þetta fyndið. Kannski varð maður líka að vera ég til að finnast þetta svona fyndið... (Ég veit að Heiðu Skúla finnst þetta fyndið, hún er nebblega á sama (ó)þroskastigi og ég).
´
Að öðru, nú hafa bæst tvær litlar stúlkur í vinahópinn minn...

Til hamingju Óli Té

Amalía Ólafsdóttir, fædd 16. september

Til hamingju Solla og Daníel

Natalía Sól Daníelsdóttir, fædd 30. október

Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Hringl Já, ég verð að fara að fá mér hund eða kött.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim