Blogga eins og vindurinn sagði konan.
Gallinn er bara sá að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er búin að vera sambandslaus við umheiminn svo lengi.
Ég held að það sé nú best að byrja á að biðja alla þá afsökunar sem hafa árangurslítið reynt að spjalla við mig gegn um msn undanfarið. Ég virtist bara stundum geta sent skilaboð og tekið á móti skilaboðum. Þannig að - þið ykkar sem voruð ítrekað að reyna að spjalla við mig og ég svaraði ekki þó ég væri á línunni (virtist sérstaklega eiga við Ástu og Linda bróður) - ég var að reyna að svara, virtist bara ekki skila sér til ykkar.
Hér er í grófum dráttum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna tvo mánuði:
Byrjun ágúst - við keyptum hús
tölvan mín bilaði
Ég missti af brúðkaupi aldarinnar (grenjgrenj) og ég tók næstsíðasta prófið mitt í viðskiptaoghagfræðideildháskólaíslands
Ég tók síðasta prófið mitt í viðskiptaoghagfræðideildháskólaíslands
Ég reyndi ítrekað að finna leið til að komast til alicante til að heimsækja Nönnu og Jón Geir. Það verður að bíða næsta sumars.´
Ég skráði mig í frönsku í Paul Valery sem er blessaður skólinn sem Siggalára var í í hittifyrra. (það er ekki lítið mál að skrá sig í skólann hér, ég þurfti að fara þangað að minnsta kosti sjö sinnum til að vera endanlega skráð og hafa stundatöflu)
Við fengum gesti.
Simon flutti út (kannski flutti hann áður en tölvan mín bilaði, ég bara man það ekki alveg. Hann er allavega fluttur og leggur ástkæra stórusystur mína í reglulegt einelti með dónalegum sms-um)
Við fluttum, nú bý ég ekki lengur í Montpellier, ég bý í bæ sem heitir Villeneuve les Maguelone og er komin með nýtt heimilisfang, símanúmer og gsm-númer.
Ég er byrjuð í skólanum núna og læri frönsku í 15 klst. á viku.
Og fullt af öðrum hlutum sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Ég læt þetta duga í bili. Við erum að fara að þrífa húsið sem við bjuggum í (ojjj ekki skemmtilegt), það verður gott að ljúka því af. Ég þarf svo að læra fyrir sagnapróf sem er á morgun.
Eitt enn. Ég veit hvers ég á eftir að sakna óstjórnlega við Ísland ef við setjumst að hér... Það eru árstíðirnar. Hér eru voða litlar árstíðir. Það er kannski ekki alveg satt, það eru bara miklu minni árstíðir. Núna er til dæmis haust. Það er alveg eins og sumarið nema það rignir einu sinni í viku. Svo kemur vetur. Hann er alveg eins og haustið nema það rignir tvisvar í viku. Svo kemur aftur vor. Það er alveg eins og veturinn nema það rignir bara einu sinni í viku. Svo kemur aftur sumar. Það er alveg eins og vorið nema það rignir bara ekki neitt.
Í dag er rigning og það finnst mér gott því það minnir mig á gamla góða Ísland, mína ástkæru fósturjörð...
Ástarkveðjur,
október 19, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Se mig knuna til ad tilkynna ad tolvan min er komi...
- Eg er ordin andlega horud af tolvuleysi og hlakka ...
- Bara fyrir ykkur sem eruð í sömu sporum og ég - hé...
- Jæja, þá er tölvan mín orðin vírusuð og ég á í stö...
- Jæja, nú er ég búin að lesa nýju Harry Potter. Ha...
- Kynþokki Kynþokki minn náði sögulegu hámarki þega...
- Af mbl.is "Steikjandi hiti olli fjórum dauðsföllu...
- Það er komin verslunarmannahelgi. Hvað ætli margir...
- Já, ég baka sko engar vöfflur handa heimilislausu ...
- Ég sá að minnsta kosti 5 vespur fljúga inn undir e...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim