Hver er mesta svikakvendið í heiminum? Það er ég fyrir að lofa að blogga eins og vindurinn og blogga svo ekki neitt. En það er ástæða fyrir því. Ég var sko búin að skrifa ótrúlega langan pistil og ætlaði að fara að setja hann á bloggið mitt en þá allt í einu fann ég sjálfa mig (sjá komment frá sigguláru við síðustu færslu) og sjokkið var svo mikið að ég er bara búin að vera frá síðan. Ég vissi sko ekki að ég væri svona. Púff !!!
En annars að öllu gamni slepptu þá skal ég nú reyna að draga úr dratthalaganginum (ef það orð er til. Ef ekki - látið orðabók menningarsjóðs vita).
Annars er allt sæmilegt að frétta nema flensan ógurlega (betur þekkt sem talibanaflensan) hefur aftur stungið sér niður í Montpellier. Mér tókst að verða voða voða veik eftir Halloween og er búin að vera með á bilinu 39 - 40,5 stiga hita síðan. Ég hefði kannski ekki átt að fara út í kuldann klædd sem Dorothy úr garlakallinum í Ozzz. Í dag líður mér betur og er ekki með nema 38 stiga hita en meðal hnerrafjöldi á klukkustund er 20 (menntuð ágiskun :þ ). Megi hnerrum fara fjölgandi ef beinverkir dvína.
Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum og það er ætlast til þess að við bæði vitum hluti og lærum ógisslega hratt. Og það sem er verst af öllu, við VERÐUM að mæta í skólann. Mæting og þátttaka í tímum gildir nebblega 60% af lokaeinkunn (sem er btw 12 ef maður fær fullt hús stiga). Alla vega, ég mæti í skólann (víst mæti ég í skólann Einsi) og finnst það gaman. Spurning hvort Helgi Ómar hefði átt að taka upp þessa reglu í menntaskóla. Ætli það hefði virkað eða orðið til þess að ég ynni ennþá í grænmetisdeild kaupfélags héraðsbúa? Aldrei að vita. Alla vega. Ég ætla mér að geta tekið þátt í einföldum samræðum á frönsku eftir 3 - 4 vikur. Júhú. Svo þarf Jónatan að fara að drífa sig af stað í íslenskunni svo hann geti sagt fáeinar setningar við ömmu um jólin.
Jóóólin jóóólin aaallsstaðar,
með jólagleði og gjafirnar
(syngi hver með sínu nefi)
Ég hlakka ótrúlega mikið til jólanna. Í fyrsta skipti síðan ég skildi við Þórarinn sem ég er í jólaskapi. Nú langar mig bara til að fara að föndra og sauma út og baka jólakökur og setja upp jólaskrautið mitt (sem er reyndar allt á Íslandi). Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til - börnin (og ég) fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta kerti og spil.
Látum þetta gott heita í bili. Best að tæma bloggbatteríin ekki alveg og reyna frekar að blogga aðeins oftar (roðn, koðn - og hún hverfur í skömmustuskýi).
Ég elska ykkur öll og sakna ykkar fallega fólksins míns heima svo ótrúlega mikið.
nóvember 05, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Litla ljúfan hún Heiða systir mín á afmæli í dag. ...
- Blogga eins og vindurinn sagði konan. Gallinn er ...
- Se mig knuna til ad tilkynna ad tolvan min er komi...
- Eg er ordin andlega horud af tolvuleysi og hlakka ...
- Bara fyrir ykkur sem eruð í sömu sporum og ég - hé...
- Jæja, þá er tölvan mín orðin vírusuð og ég á í stö...
- Jæja, nú er ég búin að lesa nýju Harry Potter. Ha...
- Kynþokki Kynþokki minn náði sögulegu hámarki þega...
- Af mbl.is "Steikjandi hiti olli fjórum dauðsföllu...
- Það er komin verslunarmannahelgi. Hvað ætli margir...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim