nóvember 29, 2003

Ég fór í bíó í gær að sjá Kill Bill. Nýjasta sköpunarverk Tarantino's. Mér fannst þetta flott mynd. Svona pínu Crouching tiger, Hidden dragon wannabe en samt ekki. Nenni ekki að röfla um bíómynd. Þið getið bara séð hana. Ég mæli samt ekki með henni fyrir viðkvæmar sálir.

Í gær fór ég, alveg óvart, í gönguferð um stræti minninganna og hitti fullt af vinum mínum þar. Það var alveg frábært og tárin runnu úr augunum á mér. En ekki sorgartár heldur gleðitár yfir því hvað ég á frábæra vini. Það var nebblega þannig að ég hélt ég ætti Durham Town með Roger Witthaker á geisladisk og langaði að hlusta á það lag. Ég smellti Roger gamla á fóninn og settist í sófann með kaffið mitt. Roger Witthaker minnir mig alltaf á Heiðu Skúla og fellihýsisferðirnar okkar í gamla daga. Það var svo yndislegt. Kveikja varðeld í fjörunni, tína sveppi dag og nótt (með vasaljós að vopni), spila á spil, leika við hundinn, búa til munstur úr smartís eða m&m (ef við vorum með m&m þurftu m-in alltaf að snúa niður). Þessar ferðir okkar Heiðu eru með mínum allra bestu minningum. Það er svo gaman að rifja þær upp. Á miðjum disknum er svo lagið "If I were a rich man". Það minnti mig á fiðlarann á þakinu í uppfærslu LF og ég fór að rifja upp þá sýningu. Einar Rafn að leita að ostinum sínum og Sigga Lára mælti þá ódauðlegu setningu "ég fæ að ferðast með lest og bát". Þá fór ég að hugsa til allra vina minna sem hafa verið í hinum og þessum leikfélögum og hinum og þessum sýningum sem ég hef ýmist tekið þátt í eða bara notið þess að horfa á. Það kom að því að diskurinn endaði og ég setti útvarpið á og viti menn - enn eitt gullkorn hljómaði í eyru mín. Hver önnur en Barbra Streisand með "I am a woman in love". Ég, Ásta Gísla og Siggadís að búa okkur undir djammið og að spila eitthvað heimskulegt partýspil. Það var svo ótrúlega fyndið, ég hélt ég myndi pissa á mig af hlátri. Ég held að Ásta Gísla eigi myndir frá þessu kvöldi. Meiriháttar.

ÉG Á ÓTRÚLEGA HÆFILEIKARÍKA OG FRÁBÆRA VINI OG MÉR ÞYKIR SVO ÓENDANLEGA VÆNT UM YKKUR.

Ég hlakka til að hitta ykkur öll bráðum. Ef ekki um jólin þá pottþétt í febrúar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim