nóvember 22, 2003

One Johnny Wilkinsson, There's only one Johnny Wilkinsson. Og England er yfir á móti Ástralíu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rugby. Sumir eru alveg að fara yfir um af spenningi... Ég skil það vel. Ó hvað ég vildi að Ísland kæmist einhverntíman í úrslit á stórmóti sem þessu og tala nú ekki um ef Ísland myndi vinna. Ég held ég myndi gráta af geðshræringu í marga daga.

Annars eru Bretar hér almennt slegnir yfir sprengingunum í Tyrklandi og þó svo Tyrkland sé hálfgert barbaraland þá er það samt í Evrópu og ég held að Bretum finnist hættan nær þeim en áður. Maður sér það á fjölda lögreglu, her og öryggisvarða á almannafæri hvernig ástandið í heiminum er. Hér bregðast yfirvöld við öllum svona atburðum með því að auka sýnilega lög- og öryggisgæslu.

Annars var ég að tala um framtakssemi síðast þegar ég skrifaði. Ég fór nefnilega að hugsa um öll námskeiðin sem mig hefur langað til að fara á í gegn um tíðina og alla hlutina sem mig hefur langað til að læra en aldrei gert neitt í því.... To be continued

Verð að horfa á seinni hálfleik.

Come on England ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim