desember 18, 2003

Þvílík snilld. Þvííílík snilld. Ég elska Peter Jackson og allt hans lið. Ég á til fá orð til að lýsa ánægju minni með the Return of the King. Fór á frumsýningu hér í gær. Myndin var sýnd á frummálinu, ótrúlegt en satt. Á undan myndinni voru einhver fávitaleg og hallærisleg og umfram allt leiðinleg skemmtiatriði þar sem fólk, klætt upp sem karakterar úr myndunum, svaraði ófyndnum spurningum með ófyndnum svörum. Búningarnir voru hræðilegir. Ég hefði meira að segja getað gert meira sannfærandi búninga. Ég var orðin virkilega pirruð og óþolinmóð þegar myndin loksins byrjaði. Og þvílík snilld. Í dag er maraþon áhorf á hinar tvær á meðan ég pakka inn jólagjöfunum, og by the way - við gætum þurft að fá lánuð föt hjá einhverjum þar sem ég efast um að við höfum pláss fyrir nema tvennar þrennar nærbuxur innan um alla pakkana :D

Hlakka til að sjá ykkur öll eftir 4(Reykjavík)/5(Egilsstaðir) daga.

Knús,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim