apríl 21, 2004

Jæja, ég er farin í sólbað og að hugsa um hvort ég eigi að reyna að taka tvö próf aftur (sem myndi reyndar fresta útskrift). Þannig er nebbbblega mál með vöxtum að ég er með 7,084 í meðaleinkun sem þýðir að mig vantar 0,166 uppá að geta útskrifast með fyrstu einkunn (sem er 7,25-9,0). Mig langar það svooo mikið. Til þess að hækka meðaleinkunina mína þyrfti ég að taka tvö próf aftur. Það gæti ég ekki gert fyrr en í fyrsta lagi í ágúst og hugsanlega ekki fyrr en á næsta skólaári. Nú þarf að leggjast í hýði og hugsa málið. Hringja nokkur símtöl og svoleiðis. Ég gæti vel trúað mér til að vilja fara í mastersnám seinna meir og þá er oftar en ekki skilyrði að vera með fyrstu einkunn úr B.Sc. prófi. (Það er náttúrlega pottþétt að ég mun ekki þrá neitt meira en að fara í mastersnám ef ég útskrifast ekki með fyrstu einkunn, bara af því að þá get ég það ekki).

Hvað finnst ykkur lesendur góðir?

Lovjú,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim