nóvember 10, 2004

Jæja.
Niðurstöðurnar úr blóð- og þvagprufum komu í morgun og þar virðist allt vera í besta lagi en ég þarf samt að fara í blóð- og þvagprufu í hverjum mánuði. Ég er sumsé ekki með HIV, syphilis (eða hvernig sem það er nú skrifað) eða lifrarbólgu, og blóðið mitt er ekki rhesus negative. Ég er semsagt í "sjaldgæfa" blóðflokkinum, O+. Ég er komin með smá bumbu. Jibbí. Alla vega alveg hætt að geta hneppt að mér fyriróléttubuxunum mínum en ég er hins vegar ekki farin að finna fyrir hreyfingum ennþá (reyndar ímynda ég mér að ég finni hreyfingar eins og loftbólur en ég veit ekki hvort það eru raunverulegar hreyfingar eða bara prump á ferðalagi...)

Ég fer að öllum líkindum ekki til Englands þannig að ég verð bara grasekkja á meðan Jonathan fer þangað til að kenna öðru fólki að vinna vinnuna sína svo hann hafi sjálfur minna að gera og geti tekið við verkefnum frá yfirmanni sínum. Það er bara gott mál og vonandi fær hann bara aðra stöðuhækkun í kjölfarið.

Mig langar í BigMac og franskar.

Bless í bili,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim