apríl 10, 2005

Lotteríið er alveg æsispennandi og nýtt fólk að bætast við. Sigrún Þöll litla frænka mín á Laugavöllunum benti mér nú á að 20. apríl væri ekki svo slæmur dagur eftir allt saman því Lára toppkona Kjerúlf á afmæli þá. Viðbót dagsins er Elísabet amma mín í föðurætt sem á afmæli 12. apríl.

4. apríl - SiggaLára - gat ekki fætt þá, þurfti að sækja mömmu á lestarstöðina
8. apríl - Þórunn Gréta - húsþrifadagur. Húsið er svo sannarlega þrifið og fínt.
12. apríl - Elísabet föðuramma mín.
16. apríl - Howard Wilkins - sérlegur afi to be og Aðalbjörg móðuramma mín.
18. apríl - Ólöf Sæunn aka Skotta - hér er fólk aðeins farið að hitna
20. apríl - Hefur verið bent á að þetta er toppdagur eftir allt saman því yndisleg Lára Kjerúlf á afmæli þennan dag. Húrra fyrir því. Hún er komin í lotteríið :)
21. apríl - Hennar hátign Englandsdrottning - ekki amalegt það
22. apríl - Siggi móðurbróðir - Skráður komudagur krílfríðar
23. apríl - Berglind systir fullyrðir að barnið komi þennan dag ;) (væntanlegur fæðingardagur skv. reiknivél á doktor.is)
30. apríl - Stóri bróðir hann Lindi. Mikið væri gaman að fæða á afmælisdaginn hans en ég er ekki viss um að krílfríður bíði svo lengi.

Kannski lætur Krílfríður svo bara bíða eftir sér og fæðist í byrjun maí ;)

Annars er ógeðslegur skítakuldi hérna. Kominn vetur aftur held ég bara. Fórum í skoðunarferð með mömmu í dag og dóum næstum úr kulda og fukum næstum ofan af brú. Samt var rosa gaman. Krílið er kyrrt en tappinn farinn og ég ætla að fara að borða mikið súkkulaði.

Ble ble ble,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim