mars 25, 2005

Ég veit, það eru um það bil allir búnir að tjá sig um þetta og ég ætlaði ekki að gera það en ég get bara ekki orða bundist. Ég skammast mín. Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt. Í fyrsta skipti á ævinni. Ég gat auðveldlega hlegið að Keikó ævintýrinu og því öllu saman en þetta Fissjer dæmi er svo yfirgengilega hallærislegt og skammarlegt. Og að þurfa að horfa á þetta í alþjóðlegum fréttum og enginn skilur hvað Íslendingum gengur til. Afsakið mig meðan ég æli.

Annars er allt gott að frétta. Veðrið í dag er eins á Egilsstöðum og í Villeneuve les Maguelone. Fjórar vikur í áætlaðan lendingardag krílfríðar og tengdó í heimsókn (já frú tengdó, þú mátt nota borðtuskuna til að þurrka af borðinu). Og svo er mamma að koma eftir bara 10 daga. Ég hlakka svo til :):):)

blebleble

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim