mars 14, 2005

Pikknikkið færðist á veröndina mína og strandferðin breyttist í langa gönguferð. Sem var alveg yndislegt. Ég var ekki alveg ein um þessa frábæru hugmynd að fara á ströndina. Það var hálfgert umferðaröngþveiti því svo virtist sem meirihluti stórMontpellierbúa hefði fengið sömu hugmynd. Og ströndin pakkfull af pakki ;) Hrúgur af börnum, hundum, gömlu fólki, ungu fólki, alls konar fólki og næstum allir að borða ís. Mikið gaman, mikið grín.

Einn af starfsfélögum Jonathans er hálfur Ameríkani, hálfur Kínverji, alinn upp í portúgal og býr núna í Frakklandi. Ég get ekki tekið hann alvarlega og á alltaf bágt með mig að hlæja ekki þegar hann talar við mig því hann er alveg eins og Hlósigmáttvana, karakterinn hans Ladda (hefur meira að segja eins rödd og rosa fyndinn hreim. Berglind og Lindi, þið hljótið að vita hvaða karakter ég er að tala um.....

Og í lokin, hver fór með þessa spöku vísu?
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur.
Súkkulaði út um allt
nið'r úr kistu lekur.

Ble ble ble

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim