desember 24, 2004

Hér er allt að verða tilbúið, er að fara að sjóða rauðkálið og rísalamandið er komið í ísskápinn. Ég á bara eftir að ryksuga eldsnöggt yfir stofuna og fara í sturtu. Hér er 20 stiga hiti og glampandi sólskin, gaman að því :) Ég fer bara og sit fyrir framan opinn frystiskápinn og ímynda mér að ég sé að bera út jólakortin þangað til fingurnir eru við það að detta af mér og þá hlýt ég að komast í rétta jólaskapið. Svo er bara að loka öllum gluggahlerum svo sólin komist ekki inn í húsið og þá er þetta nú næstum því eins og heima. Sakna fjölskyldunnar samt alveg óskaplega mikið, vona að gjafirnar hafi skilað sér til þeirra á endanum. Annál ætla ég ekki að lofa því ég efast um að ég nenni að skrifa svoleiðis.

Og að lokum:

Gleðileg jól til ykkar allra og farsælt komandi ár. Verið nú dugleg að borða svo þið verðið öll feit og falleg eins og ég ;) Jólakveðjur frá Jólatani og jólagrænni baun í bumbu.

Elska ykkur öll,
Svandís

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim