júlí 20, 2005

Örvitablogg

Vegabréfið er týnt í pósti.
Vegabréfið var sent með ábyrgðarpósti.
Franski pósturinn skráir ekki ábyrgðarbréf eftir viðtökunúmeri.

Til að hægt sé að rekja bréfið þarf upplýsingar um eftirfarandi:
Nákvæma utanáskrift
Útlit bréfsins
Innihald bréfsins.

Ég ímynda mér samtalið:

Starfsmaður íslandspóst: Góðan daginn, ég er að leita að bréfi.
Starfsmaður frakklandspósts: Já, hvernig lítur það út?
Starfsmaður íslandspóst: Það er svona hvítt með frímerki í horninu.
Starfsmaður frakklandspósts: Bíddu aðeins, ég ætla að gá... (kemur aftur í símann) Heyrðu, ég fann sjö milljón svoleiðis. Hvað stendur utan á bréfinu?...........

Döööööööh, af hverju geta frakkar ekki skráð bréfin eftir sama númerakerfi og restin af Evrópu? Af því að það er of einfalt.

Gremja gremja gremja gremja gremja gremja gremja gremja gremja gremja gremja.

ble ble ble

1 Ummæli:

Þann 21/7/05 11:26 , Blogger Sigga Lára sagði...

Já, franski pósturinn er þekktur fyrir snilldir sínar. Þú verður bara að stinga stelpunni undir peysuna og þykjast vera ólétt ennþá. Er hún nokkuð til samkvæmt Frökkum hvortsemer?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim