september 28, 2005

Klukkidí klukk

1. Ég drekk ískalda mjólk með poppi og veit fátt betra (nema ef vera kynni gult strumpaópal með mjólk).

2. Þegar ég hengi upp þvott þarf ég helst að flokka þvottinn eftir tegund og svo klemmurnar eftir lit. Svo hengi ég allar buxur í röð með bláum klemmum, peysur með gulum, boli með grænum o.s.frv. Verst er þegar tiltekinn klemmulitur endist ekki á tegundina sem verið er að hengja upp og ég þarf að skipta um lit í miðju kafi. Dæs.

3. Mér er algjörlega fyrirmunað að læra muninn á hægri og vinsti sem kemur sér einstaklega illa þar sem maðurinn minn er álíka ratvís og gullfiskur og því þarf ég alltaf að leiðbeina honum þegar við erum að fara eitthvað... Beygðu til hægri - nei ég meina vinstri - nei ég meina hægri - æ, þangað (og bendi) en þá er það yfirleitt orðið of seint og við komin einhverja bölvaða vitleysu.

4. Ég get ekki tannburstað mig nema ýta tannkreminu ofan í tannburstann fyrst með tungunni og helst þarf ég að tylla öðrum fætinum á baðkersbrúnina eða setjast niður á meðan burstunin fer fram.

5. Mér finnst fátt ógeðslegra en mör og mann enn hljóðið sem heyrist þegar teygist á storknuðum himnunum þegar maður handleikur hann. Þegar mamma tók slátur hér í den var ég látinn skera mörinn (því ég þverneitaði að sauma vambir og Berglind var nógu hugrökk til að gera það). Hann skar ég með fýlusvip, klemmu á nefinu og gúmmíhanska.

Og henenú. Þar hafiði það.

(og fyrir Heiðu systur - auka klukk ætem. Ég hef hallærislegasta kæk í heimi sem er að krækja nöglunum á fingrunum saman þannig að "naglabökin" snúa saman og hendurnar á mér mynda eins konar öfugt s. SMART)

Ég klukka Snærúnu og Heiðu og Mömmu mína sem er með leyniblogg ;)

ble ble ble,

6 Ummæli:

Þann 28/9/05 14:45 , Blogger Berglind Rós sagði...

Namm namm, popp með ískaldri mjólk :-)

Dóttir þín er guðdómleg! :-)

 
Þann 28/9/05 20:04 , Blogger fangor sagði...

skemmtileg blanda. ég er að reyna að finna út úr þessu með öfuga s-ið. ég fæ bara út vöff..? *hux*

 
Þann 28/9/05 20:06 , Blogger Siggadis sagði...

Vá hvað ég fann mig með klemmunum... langar bara til að skella í eina vél strax! Óþolandi þegar klemmur passa ekki við litinn á þvottinum . . . best náttlega að eiga þurrkara :-) Svo er dóttir þín btw. bjútíkvín eins og ég hef áður sagt þér... klingkling... :-)

 
Þann 28/9/05 20:07 , Blogger fangor sagði...

poppmjólkurgrautur? nammi namm. saltlakkrís og mjólk er snilld. það verður sko í boðið á kaffihúsinu mínu. ásamt súkkulaðikexi með osti. og hákarli...

 
Þann 29/9/05 11:05 , Blogger Sigga Lára sagði...

Mikið lifandi skelfingar ósssköp er gaman að sjá að menn eru eitthvað að rakna úr bloggrotinu þarna á bænum. Og hún litla Heiða er fyrirmyndarkvenmaður til alls útlits.

 
Þann 30/9/05 18:21 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe. Er þetta landlægur fjölskyldukækur? Ég ýti tannkreminu líka alltaf niður með tungunni ;)
.......og ég flokka líka alltaf þvottinn áður en ég hengi hann upp. Og ég sá við þessu með klemmurnar!! Ég kaupi mér BARA TRÉKLEMMUR - þá þarf ég ekkert að lenda í vandræðum þegar einn liturinn klárast ;)
Hehe..... ég er ekki viss um að ég gæti saumað fyrir sláturkepp í dag.....

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim