Kona situr á stól og starir með fjarrænu augnaráði út í loftið. Það er myrkur. Allt í einu er eins og hún heyri eitthvað - hún lyftir höfðinu og horfir í kring um sig en sér ekkert. Það er myrkur. SVAAAAANDÍS heyrist úti í nóttinni og flóðljósin kvikna.....
Ég er ekki alveg týnd og tröllum gefin og er um það bil að ná að klóra mig upp á yfirborðið aftur. Brjóstagjöfin er búin að vera erfið og það er erfitt að vera aleinn í útlöndum (snökt snökt) þegar maður er að takast á við þetta nýja stóra hlutverk að vera foreldri. Þess vegna hef ég ekki verið upp á mitt besta undanfarið og ég hef ekki haft nokkurn skapaðan hlut að skrifa um, að minnsta kosti ekkert sem gaman hefði verið að lesa. Sömu ástæður liggja fyrir yfirgengilegu ófélagslyndi mínu í síðustu Íslandsheimsókn minni, stundum hefur maður bara alls ekkert til málanna að leggja og það að hitta fólk er manni erfitt. Ég vona að mínir sönnu vinir fyrirgefi mér það.
Fleiri verða orðin ekki í þetta skiptið. Klukki verður svarað við annað tækifæri þar sem ég er með lítinn hjálpara í fanginu sem er ótrúlega lunkin við að ýta á Ctrl og örvatakkana, bæði í einu og þar með eyða öllu sem ég skrifa.
Frá Heiðu Rachel: .v,k l.4a3læmv45, y re , 4vmnmwvvvvvvvvvvmfs þ, . jk, hm gunm nmmmmmmmmmmmmm mn n nchv nmbknv bnm, y npmn
Hún er greinilega ekki hrifin af sérhjóðum.
Ble ble ble,
september 26, 2005
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ósköp er orðið dimmt eitthvað. Hver slökkti ljósið...
- Ég fékk neyðarvegabréf og ég er komin heim - ligga...
- ÖrvitabloggVegabréfið er týnt í pósti.Vegabréfið v...
- ÖrbloggVið komum heim seinnipart 26. júlí og verðu...
- Jæja jæja - ég ætlaði að hefja þennan póst á "jess...
- Jæja - Hvað skal segja. Við erum að reyna að koma ...
- Nýjar myndir af litlunni minni :)
- Er að setja myndir á netið og reyna að breyta blog...
- Halló hallóVið erum á lífi og við hestaheilsu :) A...
- Svona var það þegar Heiða Rachel fæddist.....Já, þ...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
5 Ummæli:
æ elsku hjartað mitt. vildi að ég gæti komið til þín og hjálpað þér eitthvað. við hugsum fallega til þín hér á vesturgötunni. kemstu heim um jólin?
Ljósið í lífinu mínu :)
Við VERÐURM að fara að heyrast.....
Knúsaðu fallegu prinsessuna þína frá mér.
Langar að droppa þér línu í tölvupósti, nenniru að senda mér netfangið þitt í sls@leiklist.is?
Jeminn! Vissi ekki að þú værir orðin mamma! Innilega til hamingju með kríluna! Bestustu kveðjur Lilja
Jafn heitt og mig langar að taka hana nöfnu mína í fangið og finna lyktina af kollinum hennar langar mig meira að taka þig í fangið og segja þér hvað mér þykir óendanlega vænt um þig og útlista nákvæmlega þá stórkostlegu kosti sem þú hefur og hversu falleg þú ert. Og ég skal barasta hringja í þig og segja þér það elsku besta eðlan mín.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim