júlí 24, 2006


Soðin íslensk ýsa og nýjar kartöflur með laukfeiti í matinn í gærkvöldi. Nammi namm. Heiða Rachel var samt ekki mjög hrifin enda borðar hún helst ekki annað en brauð, jógúrt og ávexti. Og stundum hafragraut ef hún sé í stuði ;) Kílóið af ferskri ýsu, roðflettri og flakaðri, sem flutt hefur verið með fragt frá Íslandi kostar komið í fiskborðið í Sainsbury's 1400 krónur. Hvað kostar svoleiðis lúxusvara heima á klaka?

Í dag neitaði barnið svo algjörlega að borða enda svo sem skiljanlegt hér er alltaf jafn viðbjóðslega heitt. Í dag var hitinn 36 gráður og glampandi sólskin. Það eina sem hægt er að gera er að halda til innan dyra með gluggana lokaða, gluggatjöldin dregin fyrir og vifturnar á milljón. Hún fékk svo heiftarlegan niðurgang og afrekaði í fyrsta skipti ever að kúka bókstaflega út um allt. Ég kom svo að henni þar sem hún var að reyna að þrífa upp eftir sig með blautklútum en það tókst ekki betur til en svo að hún var búin að maka herlegheitunum út um allan skrokk. Þetta var ekki þrifið öðruvísi en með góðri sturtu og nú þurfum við bráðnauðsynlega að leigja teppahreinsivél.

Við keyptum okkur nýjan bíl í dag. Renault Laguna Estate (oh dear). Ég eltist um ansi mörg ár við þau viðskipti og fór frá því að vera 25 ára og er allt í einu orðin 47 með rúllur á rósóttum leggings og í blússu með púffermum. En bíllinn er góður og stór og rúmar okkur öll með fylgibúnaði sem er orðinn ansi mikill núorðið og mikilvægast af öllu er að hann er með loftkælingu. Ég er að hugsa um að flytja bara inn í hann þar til að hitinn ákveður að fara niður fyrir 20 stig (sem hefur ekki gerst síðan í maí og er ekki fyrirsjáanlegt að gerist aftur fyrr en einhverntíman á næsta ári). Mynd af bílnum neitar að birtast þannig að það verður bara að bíða betri tíma.

Ble ble ble,

5 Ummæli:

Þann 25/7/06 23:00 , Blogger Svandís sagði...

Ókei, myndin neitaði ekki að birtast.

Það bíður því ekki betri tíma.

 
Þann 25/7/06 23:18 , Blogger Berglind Rós sagði...

Til hamingju með nýja bílinn! Ég held að þú sért með stelpu og ég sé með strák, en það er nú sjaldnast að marka mig :-)

 
Þann 26/7/06 20:29 , Blogger Spunkhildur sagði...

Ég legg mér ekki til munns fisk sem kostar peninga. Af trúarlegum ástæðum. Veit ekki hvað fiskspyrða kostar um þessar mundir en 1400 krónur er svona sirka það sem maður borgar fyrir danskar kjúklingabringur.

Blogger býður uppá lykilorðið "thonz", það er flott orð og ég ætla að nota það bráðum.

 
Þann 26/7/06 23:04 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, ef þú vilt endilega vita þetta með fiskinn, þá kostar kílóið af ýsu í þar til gerðum búðum ca 1300 kr. Bið kærlega að heilsa ykkur. Ástar kveðja

 
Þann 26/7/06 23:35 , Anonymous Nafnlaus sagði...

En yndislegt hjá dóttur þinni ;) Glæsilegt. Ég held að ég myndi ekki draga það lengi að fá mér teppahreinsivél ;) Börn eru svo yndisleg og alltaf að reyna að bjarga sér greyin :)

Til hamingju með bílinn og ég get ekki beðið eftir því að sjá þig í nýju múnderingunni, þ.e. með rúllur og í rósóttum leggings og í blússu með púffermum. VÁ maður ;) Þú ert yndi ljósið mitt.

Elska ykkur endalaust.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim