nóvember 28, 2006

Oh, ég er svo mikil rola. Ég var að tæma gasblöðru og þorði ekki að anda að mér gasinu og prófa svo að tala. Hvað er hægt að vera mikil gunga. Annars er ég búin að komast að því að gasblöðrur eru frábær leikföng, sérstaklega fyrir ungabörn. Ég batt blöðru við handlegginn á Þór þar sem hann leikur sér í ömmustólnum sínum og hann er algjörlega dolfallinn. Í hvert skipti sem hann hreyfir sig hreyfist blaðran og ljósið endurvarpast af blöðrunni og skapar endalausa litadýrð fyrir hann að horfa á.

ble ble ble,

3 Ummæli:

Þann 29/11/06 11:14 , Blogger Sigga Lára sagði...

Nei, ég skil þig vel. Held ég hafi aldrei þorað þessu heldur. Eitthvað með að anda að sér exótískum lofttegundum sem mér finnst að geti ekki verið hollt.

 
Þann 29/11/06 19:43 , Blogger Berglind Rós sagði...

Snjallt með blöðruna :-) Það þarf stundum ekki mikið til, ég sá eina sem var búin að binda álpappírskúlu á handfangið á bílstólnum. Og hrísgrjón í plastflösku er náttúrulega klassískt.

 
Þann 5/12/06 13:12 , Blogger Spunkhildur sagði...

Einu sinni heyrði ég Hebu syngja fyrsta erindið í Piparkökusöngnum með einum helíumandardrætti.

Og nú er bara að reyna...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim