febrúar 03, 2007

Lausnin: Allt snýst þetta um að enda með eins margar eins kúlnaseríur og hægt er. Það er sumsé það sem verið er að hámarka. Þar af leiðandi verður fyrst að borða tvær gular kúlur og eina bláa. Þessa bláu verður að borða á undan þeim gulu því hún er ein. Þá er eftir hámarks fjöldi kúlna úr þessu úrtaki sem mynda seríur. Síðan eru seríurnar borðaðar hvor fyrir sig og skiptir í raun ekki máli í hvaða röð litirnir eru borðaðir en þó verður að borða báðar seríurnar eins. Stundum væru seríurnar líka borðaðar allar í einu (og sjálfsagt er það nú algengast þar sem ég er svo ótrúlega gráðug).

Það leiðir til þessa: Blá, Gul, Gul, (gul/rauð/græn), (gul/rauð/græn).

Þar sem enginn var með rétta svarið þá verður nafn vinningshafa dregið úr hatti og verða myndirnar settar í póst í næstu viku.

Látum nú þessari geðveiki lokið og vonandi gleyma allir þessu sem fyrst. Þið eruð öll dásamleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim