mars 08, 2007

Þór sat í fanginu á mér í dag og var að leika sér með lítinn meinleysislegan plastkall. Svo lamdi hann mig svo fast í handabakið með kallinum að ég fékk kúlu og marblett.

Heiða er orðin alveg ótrúlega dugleg að tala og skilja ný hugtök. Hún segir 5/6/7 orða setningar og er farin að fallbeygja ýmis orð, m.a. mamma, amma, pabbi, bíll og kisa. Hún er voða dugleg með litina, kann þá alveg en nennir ekkert alltaf að sýna manni. Hún kann nokkra stafi og er alltaf að telja þó svo allt sé einn þangað til að allt í einu kemur tíu. Hún elskar að fá að hjálpa til í eldhúsinu. Augun lýsast upp af gleði - Mamma edda mati? Heija wappa mömmu edda mati. Mjammi. (Mamma elda matinn? Heiða hjálpa mömmu elda matinn. Nammi). Samt vill hún aldrei borða neitt. Hrmpf.

Hér er svo mynd af Rúllmundi.


Og það má náttúrlega ekki gera upp á milli svo hérna er mynd frá því þegar Heiða hélt sitt fyrsta matarboð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim