nóvember 09, 2008

Jæja. Eftir miklar bollaleggingar, ígrundanir og vangaveltur um helgina hefur endanleg ákvörðun verið tekin og eigum við nú bókað flug aðra leiðina til Íslands þann 17. desember. Ætlunin er að dvelja í 18 mánuði til að byrja með og reyna svo eftir það að ákveða í hvoru landinu við ætlum að setjast að.

Fyrst um sinn verðum við fyrir austan og reynum að leita fyrir okkur að húsnæði þaðan. Það er hugsanlegt að við fáum að vera í húsi móðursystur minnar í Reykjavík í þrjá mánuði til að byrja með og þá fer húsnæðisleitin bara fram þaðan. Það má alla vega reikna með okkur á malbikið einhverntíman í janúar.

JJJJJJJJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS.

Elsku elsku elsku landið mitt, fjölskyldan mín og vinir - ég er að koma heim. LOKSINS. Og ég hlakka svo til :D

Ble ble ble,

8 Ummæli:

Þann 10/11/08 00:31 , Blogger Sigga Lára sagði...

JEIJ!
Það er allt í klessu hérna!
And you're gonna Love It!

:-)

 
Þann 10/11/08 00:34 , Blogger Ásta sagði...

Vei - það var mikið! :)

 
Þann 10/11/08 09:30 , Blogger Sigga Lára sagði...

Algjör óþarfi að hræðast svartagallið í mér. Fólk sem getur unnið fjarvinnu með tekjur í erlendum gjaldmiðli er á óvenjugrænni grein á Íslandi í dag. (Allavega þangað til ákveðið verður að taka einhliða upp Evru og hætta þessu lánabulli.)

 
Þann 10/11/08 10:11 , Blogger Svandís sagði...

Enda var mér nú ekki alvara með þessu kommenti mínu á bloggið þitt. Það þarf eitthvað annað og meira til að við hættum við úr þessu.

 
Þann 10/11/08 14:45 , Blogger Berglind Rós sagði...

Gleðigleðigleði, trallalallalæ :-D Það verður yndislegt að fá ykkur heim, mikið hlakka ég til. Er ennþá á leiðinni að hringja... :-P

 
Þann 10/11/08 15:03 , Blogger Svandís sagði...

Þú hringir bara þegar ég verð flutt í Garðabæinn ;)

 
Þann 12/11/08 06:25 , Blogger fangor sagði...

húrra! mikið hlakka ég til að sjá ykkur öll.

 
Þann 13/11/08 22:02 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært! Hitti ykkur um jólin!
Bkv.
Rannveig

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim