september 29, 2005

Já - litla daman var skírð á Íslandi af séra Cecil Haraldssyni presti á Seyðisfirði. Athöfnin fór fram í stofunni heima hjá mömmu og pabba að viðstaddri familíunni allri að Linda undanskildum (hann var að vinna en gat samt komið í kaffið seinnipartinn). Þetta var yndislega lítil og falleg athöfn þrátt fyrir að Heiða hafi öskrað alla athöfnina (og hætti því að sjálfsögðu um leið og skírnin var búin). Myndaalbúm frá skírninni komið í myndaalbúmið mitt (sjá hlekk hér til vinstri)



Og fór hún í sparikjólinn og mátaði ótrúlega sætu íþróttaskóna sem hún fékk í skírnargjöf :)




Meira um Heiðu Rakel - við vorum í fimm mánaða skoðun í fyrradag og mælist hún nú 67,5 cm. og 7.390 gr. Var við fæðingu 50 cm. og 3.800 gr. Hún er við hestaheilsu þó svo hún mætti alveg þyngjast meira. Hún hefur tilhneigingu til að draga hægri fótinn upp og sperra þann vinstri og sökum þess vill læknirinn hennar að við förum með hana í sónar til að athuga hvort ekki sé allt í lagi. Veit svo sem ekkert hvað gæti verið að en vona bara að þetta sé ekki neitt.

Við erum að fara til Englands og munum halda til hjá foreldrum Jonathans (því miður verður Jonathan ekki með okkur þannig að óskir um velfarnað og geðbólguleysi eru vel þegnar). Ég mun nú reyna að blogga eitthvað þaðan - gætu alveg orðið til einhverjar skondnar sögur :)

Jamm og já,
ble ble ble.

7 Ummæli:

Þann 30/9/05 11:07 , Blogger Sigga Lára sagði...

Já, bloggið er ágætis vettvangur fyrir pirr. Ég hef allavega oft lent í því að blogga pirr yfir í fynd, eða það verður allavega fyndið eftir á. Geðheilsist þér vel og ég skora á þig að pósta nokkur pirr/fynd af tengdó.

Annars ætla ég líka að meila þér handrit eftir helgi, sem bjargar kannski einhverju.

 
Þann 30/9/05 15:08 , Blogger Berglind Rós sagði...

Óska þér jafnaðargeðs hins mesta og góðra stunda í Englandi. Ef þú finnur cranio-sacral therapist þá myndi ég alveg mæla með að prófa að láta hann kíkja á Heiðu litlu. Það er svona ósköp mjúk aðferð sem virkar oft vel til að jafna ef það er eitthvað ójafnvægi.

 
Þann 2/10/05 12:20 , Blogger Gadfly sagði...

Til hamingju með fallega telpu og fallegt nafn. (Heiðlaugur Svan er einmitt ágætt nafn til að nota í leikrit en ekki á alvöru börn.)

Gott ráð gegn geðbólgu er að kalla geðbólguvaldanda þrívíddarkúk. Þetta sálarhreinsandi orð er frá Siggu Láru komið og er þegar búið að bjarga deginum hjá mér.

 
Þann 4/10/05 20:25 , Blogger fangor sagði...

megi þér batna geðbólgurnar og jafnaðargeð hið mesta taka við. bloggaðu endilega frásagnir af bretunum ógurlegu til að létta þér/okkur lundina. þau koma aldrei til með að geta lesið innleggin hvort eð er...

 
Þann 6/10/05 22:27 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já helú! Heyrðu þú ert í France ekki rétt? Nú stefnir stórfjölskyldan í Kópavoginum í að flytja í lítið þorp rétt hjá Lyon sem heitir Meximeux (held ég). Væri gaman að heyra meira frá þér og hvernig er að búa í landi osta, brauðs og rauðvíns :)

 
Þann 6/10/05 22:28 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ps. Til hamingju með litlu dúlluna og nafnið, hún er voða krútt.

 
Þann 9/10/05 18:04 , Blogger Siggadis sagði...

Ohh.. búin að vera að bjalla og bjalla alla helgina, fattaði ekki að þú ert náttlega ekki heima :-( Hvenær kemur þú aftur heim?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim