Haldiði að maður hafi ekki bara unnið í happdrætti. 20.000 kell. Ég sem var alveg að fara að segja upp miðanum mínum en er alveg steinhætt við það núna.
Fyrsti jaxlinn er búinn að brjótast í gegn hjá Heiðu. Þá er hún komin með 9 tennur. Jaxl tvö er á leiðinni líka, vona bara að hann brjótist í gegn sem fyrst þar sem þetta virðist valda henni talsverðum óþægindum. Og já, hún er sko alveg bandrauðhærð blessunin. Jonathan var svona þegar hann var lítill en hárið á honum byrjaði að dökkna við fjögurra ára aldur held ég.
Í dag er ég gengin 38 vikur sléttar, sumsé komin á hættutíma. Heiða fæddist eftir 39+2 vikur, ekki að það sé nein vísbending um það hvenær þetta barn fæðist. Þau hafa þetta víst bara eins og þau vilja. Ég held að ég sé búin að ákveða að fæða á sjúkrahúsi, maður má hvort sem er fara strax heim. Ég hef bara heyrt mjög góðar sögur af þessu sjúkrahúsi og sérstaklega af fæðingadeildinni þannig að ég er ekkert stressuð yfir því. Það eina sem ég er búin að gera til að undirbúa komu krílisins er að kaupa bleyjur. Ég fór með ungbarnafötin til tengdó því hún var búin að segjast ætla að þvo þau fyrir mig en þegar ég kom með þau til hennar fannst henni það svo mikið (ein flugfreyjutaska) að henni bara féllust hendur og ég sagði henni að vera þá ekkert að þvo þau öll. Ég geri það bara sjálf fyrst henni vex það svona í augum.
Það er ekki steikjandi hiti og það eru meira að segja fáein ský á himnum og ég ætla að fara út að leika við Heiðu í nýja makeshift sandkassanum hennar.
ble ble ble,
ágúst 02, 2006
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Nokkrar myndir af Heiðu.Búin að troða sér ofan í a...
- Heiða borðaði kvöldmatinn sinn. Kjúkling í einhver...
- Soðin íslensk ýsa og nýjar kartöflur með laukfeiti...
- Það kom rigning og við tókum bumbumynd. Hér er ég ...
- Ég held ég sé orðin of ólétt til að blogga. Ég næ ...
- Í morgun vorum við að borða jógúrt og Heiða var mi...
- Græni kallinn minn hann Einsi á afmæli í dag. Til ...
- Thetta er meiri endemis vedurblidan. Hitinn bara f...
- Thessi var a vappi rett fyrir utan gardshlidid mit...
- Elsku Ardis min. Innilegar hamingjuoskir a ferming...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
1 Ummæli:
Tengdamóðir þín verður mér ævinlega efni til flisss og furðu yfir fjölbreytni mannkyns. ;-)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim