Í dag raðaði ég upp á nýtt barnafræðibókunum sem við köllum sparibækur því það þarf að fara svo vel með þær og Þór má ekki skoða þær einn. Þegar Heiða sá að ég var búin að laga þær og raða þeim upp á nýtt sagði hún. Ohhh mamma, takk. Nú get ég loksins skoðað sparibækurnar aftur. Ég er svo spennt.
Þór er allur hinn æstasti í að labba og nær að labba óstuddur milli húsgagna. Þegar þetta tekst fylgir svo ótrúleg gleði að hann tryllist í fagnaðardansi og hoppum, svo mikið að hann dettur.
Þór og Heiða voru saman að stríplast áðan áður en þau fóru í bað. Svo prumpar annað þeirra hátt og mikið og þau lögðust bæði í gólfið í hláturskrampa. Það er greinilegt að húmor erfist.
Ble ble ble,
ágúst 17, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Um daginn hækkaði hamingjustuðullinn í lífi mínu u...
- Þrjár HeiðusögurÍ gær var hún að púsla stafrófspús...
- Stund milli stríða. Heiða systir og Sigurjón ennþá...
- Ég lifi. Brjálað að gera. Alltaf gestir. Ótrúlega ...
- Vid erum flutt, tolvan og nettenging loksins komin...
- Jæja, ég er komin úr hinni víddinni. Þar var nú al...
- Ég var að kaupa mér svona.
- Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonath...
- Akkúrat núna er á BBC4 skemmtiþáttur með áhorfendu...
- Hvað er eiginlega svona fyndið?
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim