Jæja. Þá fer að styttast í heimkomu. Mamma og pabbi búin að vera á haus við að undirbúa. Alltaf svo ótrúlega góð og hjálpsöm og fórnfús. Ég er að verða búin að velja mér ritgerðarefni. Búin að fækka niður í tvær, kannski þrjár hugmyndir og þarf núna bara að tala aðeins við umsjónarmann lokaritgerða, hringja svo nokkur símtöl og gá hvort einhver vilji tala við mig og síðast en ekki síst hvort einhver vilji gefa mér peninga. Ef einhver þarna úti er með eitthvað gott verkefni sem þarf að vinna og er tilbúinn til að borga mér fyrir þá er ég auðkeypt ;). Kannski maður auglýsi bara.
Þór minn litli er orðinn lasinn enn einu sinni. Verður veikur u.þ.b. einu sinni í mánuði og þá yfirleitt með niðurgangspest og RS til skiptis. Í tvígang hefur munað afar litlu að það þyrfti að leggja hann inn. Hann talar ennþá afar lítið, segir mamma, meira, búið, mjá, voff, hermir eftir fiski og síðast en ekki síst kann hann að gera möh möh eins og Pingu. Ekki eins og kusa, Pingu. Segir sitt um hversu hátt skrifaður Pingu er hjá stóru systur. Hann elskar að dansa og syngja og kann hreyfingar við nokkur lög. Honum finnst líka voða gaman að leika með hljóðfærin og lesa bækur. Mest gaman er nú samt þegar Heiða nennir að leika við hann. Ef hún nennir því hins vegar ekki þá bara lemur hann hana. Stráksi er kominn með fyrsta karlaheilkennið sem ég kýs að kalla súperman heilkenni. Hann er óður í að vera í nærbuxum ystum klæða og kemur á harðahlaupum með nærbuxurnar hennar Heiðu ef hann nær að krækja í þær á undan henni. Svo spígsporar hann um rogginn á svip, bendir á nærbuxurnar og segir duu duu. Hvað sem það nú svo þýðir.
Og í lokin smá sería af þjófóttum ungum pilti.
Rosalega eru þessi vínber girnileg.
Stenst ekki freistinguma. Verð að fá mér smá.
Búinn að fjarlægja sönnunargögnin. Tók nokkur eftir þessu? Kjams.
janúar 17, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Heiða er tveggja og hálfs, alveg að verða 75.Heiða...
- blogg eða ekki blogg. Það er þessi stóra spurning.
- Börnin fengu í skóinn í morgun. Þeim hefur eitthva...
- Nú drapst ég úr hlátri. Er þetta virkilega ennþá t...
- Ég verð nú bara að setja þennan hlekk hérna inn. E...
- Smá hugleiðing frá Heiðu:Sko. Mamma er kona, pabbi...
- Haba haba súbb súbbHeba heba sabb sabbNamm nammHab...
- Þegar þetta ár verður á enda runnið verða allir fj...
- Ora fiskibollur í tómatsósu og soðnar kartöflur í ...
- Góðan daginn.Allt gott að frétta héðan. Nóg að ger...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
3 Ummæli:
Talar afar lítið??? Hann talar alla vega meira en skáfrændi hans sem er samt alveg heilum degi eldri!
Hlakka annars ógó mikið til að sjá ykkur, er búin að vera á leiðinni að hringja en ekki komið því í verk ennþá...
Unaður :)
Elska ykkur og hlakka ofboðslega mikið til að hitta ykkur :)
Lúv, Berglind big
Mér sýnast þeir endilega þurfa að hittast, skáfrændajafnaldrarnir. Þá yrði nú örugglega stuð.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim