Já, við þurftum heldur betur að venjast snjónum fljótt. Það vill til að hann venst vel og börnin elska að leika sér úti. Meira að segja þó hríðin lemji þau í andlitið. Við erum búin að fara á snjóþotu líka og það sló heldur betur í gegn. Þór skríkti meira og minna allan tímann.
Ég er afar þakklát viðbrögðum Egilsstaðabúa við auglýsingunni hennar mömmu (hún auglýsti eftir notuðum leikföngum í skjánum). Hér biðu okkar margir kassar af leikföngum, bókum og púslum. Baby born með alls kyns fylgihlutum og meira að segja trönur svo það ætti aldeilis að vera hægt að skapa list. Ekki nóg með það, við fengum líka tvö barnarúm, rúmfatnað og sængur fyrir börnin og svo var mamma að dröslast með Þór í snjónum, snjóþotulaus, og hitti þá konu sem bauð snjóþotu til láns og dreif svo bara í að finna hana í geymslunni. Ekkert mál. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þetta allt saman.
Leiðbeinandamál eru að verða komin á hreint og þá verður nú vonandi hægt að fara að ganga frá ritgerðarefni og svo byrja á vinnunni sjálfri. Mikið ótrúlega verður gott þegar þetta verður búið.
Og síðast en ekki síst, Sigga Lára og Árni, til hamingju með litla kút :)
febrúar 04, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Vid erum komin heim i snjoinn. Vid forum ut ad lei...
- Jæja. Ferðaáætlun lítur einhvern vegin svona út:Lo...
- Svona syngur Heiða:Fljúga litlu fiðrildinFyrir uta...
- Jæja. Þá fer að styttast í heimkomu. Mamma og pabb...
- Heiða er tveggja og hálfs, alveg að verða 75.Heiða...
- blogg eða ekki blogg. Það er þessi stóra spurning.
- Börnin fengu í skóinn í morgun. Þeim hefur eitthva...
- Nú drapst ég úr hlátri. Er þetta virkilega ennþá t...
- Ég verð nú bara að setja þennan hlekk hérna inn. E...
- Smá hugleiðing frá Heiðu:Sko. Mamma er kona, pabbi...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
4 Ummæli:
Þetta er landsbyggðin í hnotskurn - allir tilbúnir til að hjálpa til og vera elskulegir :-) Velkomin heim elsku Svandís mín, vertu sem lengst - við erum ekki að fara neitt (og okkur bara fjölgar... múahhhahhhahhhahhahha) :-)
Jæja, við mæðgin erum væntanleg heim að norðan á sunnudaginn. Við ætlum svo sannarlega að koma í heimsókn við fyrsta tækifæri, ég fékk svo lítinn tíma til að spjalla við ykkur í Kaupfélaginu um daginn, fannst það alveg ömurlegt. En farið að búa ykkur undir skæruliðann minn litla, hann mun sko taka til fyrir ykkur eins og enginn sé morgundagurinn!! Hlakka svo óendanlega mikið til að sjá ykkur og sannfæra ykkur um það að Egilsstaðir séu bestir ;) Bið að heilsa í bili....
Takk fyrir það. Hann vonast til að sjá ykkur í bakaleiðinni.
Eruð þið búin að venjast snjónum??? Hvað er að frétta af ykkur???
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim