nóvember 13, 2008

Þór segir næjómes (mæjónes) og aggassið (afsakið). Enda örvhentur greyið ;) Ætli hann sé ekki bara örvmæltur líka.

Heiða fann upp nýtt orð um daginn. Þór var að stríplast eitthvað og þá sagði hún - Nú ert þú strípill.

4 Ummæli:

Þann 13/11/08 20:11 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Búið þið þá í skríplalandi eða skrípilandi?

Hehe :)

Love jú :*

Berglind syss

 
Þann 14/11/08 10:23 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já eða kannski stríplaland ölluheldur eða strípiland :)

Vildi það sagt hafa :)

Lovs, hugs and kisses :)

Berglind syss

 
Þann 14/11/08 13:09 , Blogger Sigga Lára sagði...

Það getur verið að Gyða sé örvhent... hún er allavega ennþá ótrúlega jafnvíg á báðar og er að hallast meira að þeirri vinstri við að borða og teikna. Friðrik er hins vegar þegar orðinn mjög afgerandi rétthentur. Róbert er hins vegar örvhentur og ég held það hafi komið snemma í ljós.

Fyndið hvað þetta getur verið misjafnlega fljótt að sjást.

Hlakka svaka til að fá ykkur á svæðið! Krakkarnir okkar fara líka að komast á þægilegan "leika sér sama" aldur svo þá verður nú kannski meira að segja hægt að reyna að hittast alveg... tvisvar á ári eða eitthvað. ;-) Kannski verðum við svo bara báðað atvinnulausar og þá verður nú aldeilis hægt að slæpast, stöku sinnum. Jeij!

 
Þann 14/11/08 13:28 , Blogger Svandís sagði...

Við getum hist með þvottahrúgurnar og brotið saman saman á meðan börnin brjóta sundur saman. Svo getum við haldið þrifapartý ;) Ég er full af góðum hugmyndum.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim