október 19, 2003

Litla ljúfan hún Heiða systir mín á afmæli í dag. Til hamingju alla leið til bandaríkjanorðurameríku. Hún er bráðum að fara í vikuferð til njú jork alein... Ó mig auma, bara að hún passi sig á ljótu köllunum.

Við Jónatan eigum líka ammli í dag. Fyrir tveimur árum nákvæmlega var ég hér í Montpellier að heimsækja SigguLáru á ammlisdaginn hennar Heiðu en af einhverjum undarlegum ástæðum (...) gleymdi ég að hringja í hana. Alla vega við hjónaleysin erum búin að vera saman í tvö ár - tíminn líður svo ótrúlega hratt. Reyndar finnst mér vera miklu lengra síðan ég kynntist Jonathan en það er bara stundum þannig, maður hittir einhvern í fyrsta sinn og finnst maður hafa þekkt hann alla ævi. Þannig var það líka þegar ég hitti SigguLáru í fyrsta skipti....... Heyrðu - bíðum nú aðeins við...... Nei það hlaut að vera - ég hef þekkt SigguLáru alla ævi :) ekki margir sem hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi.

Titilinn vinur vikunnar hlýtur SiggaLára fyrir að vera traustur vinur sem getur gert kraftaverk... (til dæmis komið mér á fast...)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim