júlí 16, 2004

Veðurspá dagsins: Hægviðri og heiðskýrt. Hiti á bilinu 34-39 stig.

Plan dagsins: Sauma kjól (í höndunum því ég á enn eftir að næla mér í saumavél einhversstaðar), klára að útbúa allt sem þarf að fara á pósthús, dútla mér í garðinum, og svo þegar hitinn verður orðinn óbærilegur - fara í loftkælda búð og kaupa dót til að búa til Maltesers ís (ég fékk uppskriftina að láni frá Sunnu Guðmunds - takk Sunna. Ég reyndi að þakka fyrir mig á síðunni ykkar en það tókst einhverra hluta ekki).

Konan á horninu ræktar sólblóm í garðinum sínum. Þau eru risastór, örugglega 2 metrar á hæð. Mig langar í svoleiðis.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim