mars 08, 2005

Hjálpi mér. Blogg tvo daga í röð. Ég lofa að það gerist aldrei aldrei aftur ;)

Annars er þetta bara smá bumbublogg og aðallega til að sýna ykkur nýju myndirnar af barninu og segja ykkur nýjustu fréttir af okkur báðum. Við erum við hina mestu hestaheilsu, mér líður ennþá alveg rosalega vel og finnst bara hvorki leiðinlegt né óþægilegt að nokkru leyti að vera með bumbu þó hún sé orðin stór og þvælist fyrir. Mér finnst þetta bara gaman :) Barnið er orðið 2.2 kíló og er áætluð fæðingastærð og þyngd 52 cm. og 3,8 kíló sem er bara nokkurnvegin í meðallagi miðað við íslensk börn en frönsku læknunum finnst þetta vera voðalega stórt. Nú styttist óðfluga í stóra daginn. Sex og hálf vika eftir fram að skráðum degi þannig að barnið gæti komið eftir fjórar til átta vikur :) Hlakka svooo til. Barnið er búið að skorða sig og svona þannig að það er þannig séð reddí. Og mamma kemur til mín eftir fjórar vikur :) Það verður svo gaman. Alltaf allt svo gaman :)

Myndir

Endilega skoðið myndirnar og segið mér hvort þið teljið þetta vera dreng eða stúlku...

Ble ble ble

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim