apríl 07, 2005

Besta mamma í heimi
Krossgátubók ársins 2005
Pepperoni
Harðfiskur
Súkkulaðirúsínur
Rís
Lakkrísdreumur
Djúpur
Sterkir molar
Strumpaópal
Appolló lakkrís
Fylltar reimar
Lakkrísrúllur
Möndlur
Valencia
Hrískúlur
Villiköttur
Freyjukaramellur
Hitt með lakkrís

Hvað á þetta allt sameiginlegt? Þetta er allt í húsinu mínu og ligga ligga lái. Ástarþakkir Mamma, Pabbi, Berglind og Heiða.

Það var alveg yyyyyndislegt að fá mömmuknús aftur. Allt of langt síðan síðast. Hún er svo góð að vilja koma til mín og vera hjá mér í svona langan tíma. Algjörlega ómetanlegt.

Nú er þetta farið að styttast. Ég fór til læknis í gær og hún sagði bara jæja - þá er komið að þessu. Nú getur barnið komið hvenær sem er !!! Mér brá nú pínu, er einhvernvegin ekki að fatta þetta allt saman. Þó svo að stofan sé full af barnadóti. Við ætlum að fara að þrífa húsið og svo þvo barnafötin svo allt verði nú tilbúið og ég á eftir að setja eitthvað ofan í spítalatöskuna. Veit bara ekkert hvað það á að vera. Er einhvernvegin allt of róleg yfir þessu öllu saman. Ég er ennþá bara við hestaheilsu svoleiðis þó svo að ég sé með dálítinn bjúg og blóðþrýsting í hærra lagi, lappirnar á mér eiga það til að vera ansi ógirnilegar á kvöldin. Það lagast nú vonandi fljótlega eftir að barnið er fætt.

Óskum um fæðingardag er hægt að koma til skila með óhljóðum en hér eru þeir sem ég man eftir í apríl:
4 apríl - SiggaLára - gat ekki fætt þá, þurfti að sækja mömmu á lestarstöðina
8. apríl - Þórunn Gréta - húsþrifadagur. Væri svosem alveg til í að sleppa því bara og fæða í staðin en held að barnið komi ekki fyrir miðjan mánuðinn.
16. apríl - Howard Wilkins - sérlegur afi to be.
- Aðalbjörg amma mín.
18. apríl - Ólöf Sæunn aka Skotta - hér er fólk aðeins farið að hitna
20. apríl - Hefur verið bent á að þetta er toppdagur eftir allt saman því yndisleg Lára Kjerúlf á afmæli þennan dag. Húrra fyrir því. Hún er komin í lotteríið :)
21. apríl - Hennar hátign Englandsdrottning - ekki amalegt það
22. apríl - Siggi móðurbróðir
- Skráður komudagur krílfríðar
23. apríl - Berglind systir fullyrðir að barnið komi þennan dag ;) (væntanlegur fæðingardagur skv. reiknivél á doktor.is)
30. apríl - Stóri bróðir hann Lindi. Mikið væri gaman að fæða á afmælisdaginn hans en ég er ekki viss um að krílfríður bíði svo lengi.

Svo er bara að sjá hvort einhver vinnur í lotteríinu :)

Og svona í lokin - við mamma eyddum þriðjudeginum í að sitja úti á palli í 20 stiga hita og glampandi sólskini. Það er bara alveg að koma sumar :) Hvenær er aftur sumardagurinn fyrsti? Og Heitiég - nennirru nokkuð að henda KB banka dagatali í umslag og senda mér? Hef alltaf fengið svoleiðis frá Búnaðarbanka heitnum en ekki á þessu ári og mér finnst eiginlega alveg nauðsynlegt að eiga íslenskt dagatal.

Sakna ykkar allra ofurmikið,
ble ble ble.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim