apríl 02, 2005

Þvílík hamingja. Ég fann hunangsseríos í búð í gær. Það er alveg eins og það á að vera og ég er á góðri leið með að klára uppúr pakkanum ;) Í dag ætla ég aftur í búðina að kaupa upp lagerinn. Nammi nammi namm.

Krílfríður er í fullu fjöri og hamast við að reyna að komast út um naflann á mér. Hefur ekki tekist ennþá en á alveg eins von á að það stingist hönd eða fótur út úr bumbunni á næstu dögum, þvílík eru lætin. Bumban teygist í allar áttir og er alveg eins og í Alien, allt á fleygiferð. Það eru 20 dagar í settan dag og bara 2 dagar þangað til mamma kemur :D:D:D Þá má krílfríður koma í heiminn.

Sumarblómin eru komin í pottana og rósirnar eru að hamast við að laufgast. Sumarið er bara rétt handan við hornið. Ég sólbaðaði smá í gær og fyrradag og er komin með slatta af nýjum freknum.

Og að lokum:

Farði Abriham o hansyni
o hansysi farði abriham
O þeirátu kött
O þeir drukku öll
O þela la la la la
Hægri hund
vinstri hund
Farði Abriham.....

Ég á sætasta mann í heimi :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim