nóvember 18, 2005

Reglulegur svefn er vanmetið fyrirbrigði. Ég velti fyrir mér hvernig heimurinn væri ef allir fengju alltaf reglulegan 8 tíma svefn. Ég er ekki viss um að það væri eins mikill markaður fyrir sálfræðinga, geðlækna, skilnaðarlögfræðinga (og svo mætti eflaust lengi telja).

ble blle ble,

7 Ummæli:

Þann 18/11/05 20:05 , Blogger Spunkhildur sagði...

Hmmm... Ég held að svefn sé vanmetnasta annarlega ástand jarðar. Hef ekki enn sem komið er fundið betri flóttaleið undan veruleikanum, ekki það að ég hafi prófað allt. Það er gott að sofa...hmmm...

 
Þann 19/11/05 13:27 , Blogger Sigga Lára sagði...

Já. Mjööög. Er einmitt að gera mitt besta til að vera alltaf aððí þessa dagana, þar sem ég er mjög meðvituð um að nú gæti slíkt orðið af skornum skammti í mörg ÁR!

Ætla að liggja í hýði næstu 2 mánuði.

 
Þann 20/11/05 02:58 , Blogger fangor sagði...

jújú, mikið rétt. enda tapar fólk geðheilsunni smám saman ef það sefur ekki nóg til langs tíma. það væri kannski reynandi að útdeila 10 tíma svefni jafnt á allan heimsbyggðina og sjá hvað gerist?

 
Þann 27/11/05 16:59 , Blogger Þórunn Gréta sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann 27/11/05 17:01 , Blogger Þórunn Gréta sagði...

Eins og talað út úr mínu hjarta sunnudaginn 27. nóvember en klukkan sex í morgun fóru nágrannarnir að spila nýja diskinn með Helga Bjöss og héldu því áfram þar til klukkan var orðin rúmlega átta. Nýi diskurinn með Helga Bjöss er kominn á svarta listann og nágrannarnir líka. Hver var að tala um að lítill svefn gæti valdið geðheilsutapi?

 
Þann 2/12/05 20:02 , Blogger Spunkhildur sagði...

Já Helgi Bjöss. Hann er víst til ennþá. Hehe, fyndið.

 
Þann 4/12/05 12:54 , Blogger fangor sagði...

reglulegur svefn já, stanslaus svefn svo vikum skipti..nei.
hvernig fer jólaundirbúningur í sveitinni þinni fram?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim