október 11, 2005

Við erum komnar heim, heilar á geði og allir höguðu sér rosa vel svo engir árekstrar urðu (sorrí Sigga Lára).

Bara rétt að láta vita af okkur svo enginn haldi að bloggið mitt sé dáið aftur.

Baðið bíður dömunnar og svo þarf að hugga Jonathan seinna í kvöld. Hann er akkúrat núna að láta rífa úr sér endajaxl sem ekki vildi úr síðast. Situr pikkfastur lengst ofan í kjálkabeini.

ble ble ble,

4 Ummæli:

Þann 11/10/05 21:14 , Blogger Sigga Lára sagði...

Gott að ekki urðu árextrar. Efast samt ekki um að þú hefur séð skemmtilegar svipmyndir úr daglegu lífi tengdó ;-)
Sendi Jónatani eitt og hálft vorkenn og vona að eitthvað verði eftir af kjálkanum á honum.

 
Þann 11/10/05 21:39 , Blogger fangor sagði...

æ, aumingja jónatan. sendu honum samúðir mínar, það er vont að láta grafa tennur upp út kjálkanum á sér. *hrollur*

 
Þann 12/10/05 19:09 , Blogger Spunkhildur sagði...

Þú getur sagt Jonathan að við höfum máltæki á Íslandi yfir svona aðgerðir. Maður tekur bara eina spýtu í einu og leggur sig á milli...
Bið að heilsa nöfnu minni.

 
Þann 12/10/05 20:21 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sætust
Gott að heyra að allt gekk vel í Englandi :) Ég VERÐ að fara að fá að heyra í þér..... nú eru móðir og faðir að fara til þín :) jibbíkóla :) Ég heyri í þér þegar þau eru farin :)
Knúsaðu fjölskylduna þína frá okkur :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim