janúar 16, 2007

Jæja.

Þá er ég búin að dvelja í dásamlegu yfirlæti á héraði síðan 21. desember. Hitti suma og aðra ekki og komst að því að það er talsverð ferðafötlun að vera með tvö lítil börn sem eru algjörlega háð manni og hafa algjörlega ólíkar þarfir og sofa og vaka á sitthvorum tímanum.

Nú er ég komin í borg höfuðsins og hef aðeins planað eitt hitt enn sem komið er og það er Berglind Rós enda bara skylda að bera saman þá fóstbræður Loðmund og Skallaþór. Ég er sem endranær ferðafötluð. Þó ennþá meira svo en áður því ég er ekki með neinn bíl til umráða. Ég sit því í höllu systur minnar í breiðholti hinu neðra og ef einhver nennir að leggja lykkju á leið sína og heimsækja mig þá yrði ég voða glöð. GSM númer mitt er 862 9633. Það er ljóst að ég næ ekki að hitta alla sem mig langar að hitta en það verður bara að hafa það. Sennilega eitt af því sem maður verður bara að sætta sig við þegar maður býr erlendis til lengri tíma. Ekki lengur hægt að fara bara á djammið og hitta alla þar ;)

Bið ykkur vel að lifa og vona að einhver nenni að hitta mig.

Lovjú.

2 Ummæli:

Þann 16/1/07 23:47 , Blogger fangor sagði...

ég ætla að hitta þig. skallaþór og heiðu líka. ég á líka bíl sem rúmar vel 3 barnabílstóla svo þú getur bara látið vita ef þig vantar skutl. ég þarf líka að sýna þér nýja húsið okkar..

 
Þann 27/1/07 18:37 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvenær kemur næsta blogg?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim