desember 11, 2007

Börnin fengu í skóinn í morgun. Þeim hefur eitthvað orðið á í messunni blessuðum jólasveinunum þegar þeir skipulögðu ferðir sínar til útlanda. En sei sei jæja. Þau voru alsæl og þá get ég ekki verið annað en alsæl.

Við erum aðeins að byrja að jóla. Ég syng jólalög í sífellu og uppáhalds lagið hennar Heiðu er nú er Gunna á nýju skónum. Já og Haba Haba Súbb Súbb. Það er ekki enn komið fram jólalag sem slær því við. Mér finnst verst þegar hún biður mig að syngja það í margmenni.

Ble ble ble,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim