H: Mamma, af hverju drekkurðu svona mikið gos?
M: Af því að mér finnst það svo gott.
H: Þú átt ekki að drekka svona mikið gos. Það er ekki gott fyrir þig. Þú verður að hætta því. Lofarðu?
M: Uh, já já.
H: Þú átt bara að drekka vatn því það er svo hollt. Þú getur drukkið gos á jólunum. Eins mikið og þú villt. Það má alltaf drekka gos á jólunum.
H: Mamma, hvaða ber er núna?
M: Ber?
H: Já, svona ber eins og í desember.
Þ: Mamma (með mesta grallarasvip í heimi) é með kúk í hendinni !
M: Ha!? Oj, ertu með kúk?
Þ: Sprakk gjörsamlega úr hlátri, ég hélt hann myndi kafna (var náttúrlega ekki með neinn kúk í hendinni, bara lítinn stein). Strax byrjaður að stríða.
Þór er einnig kominn allt of snemma á af hverju stigið. Akkuððu akkuððu akkuððu. Svo svarar maður. Þá kemur, Hvað meija? Svo ef maður svarar ekki strax þá svarar hann bara sjálfur, Aþþí baða Jóð (Þór).
Og í morgun, lengsta setningin á ensku hingað til,
Þau voru að borða morgunmat, Jonathan spyr Heiðu hvað hún sé að borða, Cherios segir heiða. Þá segir Þór: Daddy, Thor is eating cherios as well. Hann fer að verða ofsalega vel talandi á báðum tungumálum þó svo hann sé stundum pínu óskýr ennþá. Hann er líka stundum farinn að nota ég og þú og hann og hún.
Ble ble ble,
október 13, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ókey, það er dapurlegt að öll þessi sveitarfélög h...
- Ég held að yfirvöld ættu að hlusta á Shigeo Katsu !
- Bærinn minn átti 5 milljónir punda í íslenskum bön...
- Awww, gamla góða sauðkindin.
- Mér finnst eins og heimurinn sé að segja mér að ég...
- Blessuð börnin.Það er svo gaman að þeim núna. Svo ...
- Dýrakex, smurostur og Doctor Crock skór á óskalist...
- :(Þetta virðist ekki ætla að hafast.Þetta er að re...
- Hann Þór Sebastian á afmæli í dag. Tveggja ára. Li...
- Vinsældarlisti letihauganna: 10. Uppáhaldsgæludý...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
4 Ummæli:
Yndislegt :)
Snillingar bæði tvö. Engin spurning með það. Bið að heilsa Tjallanum.
Krúttsprengjur!
Krúttmundur hf., hann er greinilega langt á undan skáfrænda sínum í tali! Sakna ykkar ósköp mikið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim