desember 09, 2005

Ég hef fréttir að færa. Það er komin tönn. Reyndar þarf maður eiginlega stækkunargler til að sjá hana en hún er samt komin. Með tilheyrandi óværð og pirringi.

Jóladiskur Svandísar er í undirbúningi og verður eflaust súperhitt.

Óléttan og brjóstagjöfin gerði mig blinda og er svo komið að ég er með -3,25 á báðum og svo gott sem blind án gleraugna. Sem er frábært því Heiða Rachel braut mín einmitt um daginn. Annars ágætt að hafa góða afsökun fyrir að fá sér ný. Var búin að vera með þau sömu síðan 1997 og sá hvort sem er ekkert almennilega með hinum.

Og síðast en ekki síst: Tadara tadara tadara tamm (vantar alminnilegan trommara hérna, Jón Geir...) Jonathan er búinn að sækja um flutning og fékkst það samþykkt samdægurs. Nú eru öll hjól farin að snúast en ekki veit ég ennþá hvort við flytjum innan þriggja mánaða eða eftir sex. Það fer bara eftir hraðvirkni (eða kannski frekar hægvirkni) frönsku "flutnings"skrifstofunnar sem sér um okkar mál fyrir Dell. ÉG ER SVO HAMINGJUSÖM YFIR ÞESSU. Nú er engin afsökun lengur fyrir því að koma ekki í heimsókn því það er stutt til Englands og jafnframt hver að verða síðastur ef áhugi er fyrir hendi að koma til Frakklands.

Ble ble ble

5 Ummæli:

Þann 9/12/05 15:08 , Blogger Siggadis sagði...

Já, panta hér með gistingu 25-28 maí, 16-19 júní, 23-31. júlí og 3-8 ágúst... Vona bara að Æslandexpress verði með tilboð og hópferðir :-) Knús í kaupfélagspoka (skrjáfu) sem alls ekki má loka :-)

 
Þann 9/12/05 20:23 , Blogger Spunkhildur sagði...

Þetta er besta jólagjöf sem ég get hugsað mér. Mikið lifandis skelfing væri gott að fá að koma til þín fyrr og vera í slagtogi með þér í svona eins og eina viku í janúar. Ég vil hafa það þannig að eins og sumir fara til Kanarí í janúar, vil ég fara til þín. Knúsaðu nöfnu mína frá mér. Ég ætla að senda hana Heitiég með jólapakka til ykkar. Knús knús knús og knús.

 
Þann 9/12/05 20:31 , Blogger Berglind Rós sagði...

Æ hvað þetta eru frábærar fréttir :-) Til hamingju með flutninginn! Og til hamingju með fyrstu tönnina líka, muna svo að bursta :-)

 
Þann 9/12/05 22:47 , Blogger Sigga Lára sagði...

Jeij! Vildi að ég kæmist til þín á meðan þú ert enn í Mont-nágrenni, en það er víst ekkert í boði. Förum bara í fyllerís-hópferð þangað þegar við verðum komnar á eftirlaun.

En betra verður nú að vita af þér í betra mál-umhverfi og styttra í burtu! Jeij!

 
Þann 11/12/05 00:54 , Blogger fangor sagði...

húrra!! til hamingju. heimsæki þig um leið og ég get mig hrært eftir óléttu og barneignir

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim