ágúst 20, 2007

Sjónvarpið okkar er steindautt. Kapútt. Hætt og farið og nennir ekki að vera með í svona asnalegu leikriti. Við eigum erfitt með að ákveða hvort við eigum að kaupa okkur stóran flatskjá til að hengja upp á vegg eða hvort við fáum okkur bara eitthvað á tíkall af íbei.

Msn-ið mitt gaf upp öndina einhverra hluta vegna. Nú er enginn eftir á vinalistanum mínum. Gamla msn-ið mitt hefur haft þann leiða ávana að skrá mig inn án þess að vera beðið um það og gert það svona bara þegar því hentar og virðist engin regla vera á því. Nú hefur nýji live messengerinn tekið upp á því að gera slíkt hið sama. Því hefur oft komið fyrir uppá síðkastið að einhver hefur verið að reyna að spjalla við mig þegar ég er alls ekki neins staðar nálægt tölvu og á ekkert að vera skráð inn. Ég biðst afsökunar á því. Má ég því biðja ykkur um að bæta mér við á msn-ið hjá ykkur eða senda mér netföng í tölvupósti eða í kommenti við færsluna. Netfangið mitt er sigurjonsdottir@hotmail.com

Kann einhver skýringu á svona hálfvitagangi í emmessenni???

Ble ble ble,

2 Ummæli:

Þann 21/8/07 17:19 , Blogger Ásta sagði...

Ekki hugmynd - en þú ert ekki ein. Mitt loggar mig inn og út í tíma og ótíma. Mjög pirrandi þegar ég er með laptoppinn tengdan við sjónvarpið og er að horfa á eitthvað (sem er flest kvöld) og fólk fer að reyna að tala við mig þegar ég átti að vera logguð út.

 
Þann 21/8/07 17:38 , Blogger fangor sagði...

tjah, msn er tól satans...en þetta útskýrir hvers vegna fátt hefur verið um svör þegar ég hef reynt að spjalla við þig. sjúkket:Þ

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim