ágúst 06, 2003

Af mbl.is

"Steikjandi hiti olli fjórum dauðsföllum til viðbótar á Spáni í gær, og hafa þá að minnsta kosti 14 látist af völdum hitanna þar undanfarna viku.
Þeir sem létust í gær voru fjórar eldri konur, en að sögn lækna þjáðust þær af öndunarfærasjúkdómum, og gerði hitinn illt verra. Hitinn eykur á skógarelda er brenna á Spáni og Portúgal, þar sem tvö lík fundust í gær, og hafa þá alls ellefu látist af völdum eldanna.

Í Frakklandi hefur hitabylgjan leitt til þess að vatn er skammtað víða. Er meðal annars bannað að vökva garða, þvo bíla og setja vatn í sundlaugar. Hitamet var slegið í Bordeaux á mánudag er hitinn fór í 40,7 gráður yfir hádaginn."


Við höfum því miður fengið okkar skammt af þessu hitafári enda eitt heitasta sumar hér um slóðir í langan tíma. Sumarið í fyrra var algjör draumur miðað við núna. Ég er búin að koma mér upp lærdómsaðstöðu í einu af herbergjunum þar sem ég hef tvær stórar viftur sem blása á mig úr sitt hvorri áttinni. Samt lekur af manni svitinn, viðstöðulaust.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim