september 19, 2008

Blessuð börnin.

Það er svo gaman að þeim núna. Svo dugleg (oftast) að leika sér saman. Sitja við stofuborðið og lita saman og syngja í kór. Heiða les fyrir Þór og kennir honum lífsins gögn og nauðsynjar. Dæmi um slíkt er eftirfarandi samtal sem átti sér stað þegar við vorum að fara að sofa í gær.

(Þór var að óþekktast í rúminu sem áður)
Mamma: Þú verður að vera stilltur Þór !!!
Þór: Mamma veððu líga veða dittu (mamma verður líka að vera stilltur)
Heiða: (alveg að sofna en við þetta spratt hún upp í rúminu) Nei Þór. Mamma er kona og þá á maður ekki að segja stilltur. Það er bara fyrir menn. Ef að það er kona þá á maður að segja stillt ekki stilltur. Þú átt að segja mamma verður líka að vera stillt (alveg með málfræðina á hreinu).
Þór: Ógei Heija mín. Fyðigeððu. Mamma veða ditt.

Ble ble ble,

5 Ummæli:

Þann 20/9/08 00:02 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Dásamlegt!!!!

 
Þann 20/9/08 19:45 , Blogger Sigga Lára sagði...

Gyða er einmitt að reyna að læra hverjir eru "hann" og hverjir eru "hún." En hún vill helst hafa það þannig að þau Friðrik séu sama kyns. Henni finnst erfitt að skilja að ég og hún séum "hún" en svo sé Friðrik "hann". Það verður frekar þannig að ég sé "hann" en þau séu saman í "hún"-liðinu.
Sosum skiljanlegt...

 
Þann 21/9/08 18:47 , Blogger Siggadis sagði...

Ohh - þau eru dásamleg þessi blessuðu börn :-) Knús og kram!

 
Þann 23/9/08 10:11 , Blogger Berglind Rós sagði...

Vá hvað hann er duglegur að tala! Og hún dugleg að kenna litla bróður :-)

 
Þann 24/9/08 01:14 , Blogger Þórunn Gréta sagði...

Þetta eru nú bara að verða fullorðins samræður!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim