Blessuð börnin.
Það er svo gaman að þeim núna. Svo dugleg (oftast) að leika sér saman. Sitja við stofuborðið og lita saman og syngja í kór. Heiða les fyrir Þór og kennir honum lífsins gögn og nauðsynjar. Dæmi um slíkt er eftirfarandi samtal sem átti sér stað þegar við vorum að fara að sofa í gær.
(Þór var að óþekktast í rúminu sem áður)
Mamma: Þú verður að vera stilltur Þór !!!
Þór: Mamma veððu líga veða dittu (mamma verður líka að vera stilltur)
Heiða: (alveg að sofna en við þetta spratt hún upp í rúminu) Nei Þór. Mamma er kona og þá á maður ekki að segja stilltur. Það er bara fyrir menn. Ef að það er kona þá á maður að segja stillt ekki stilltur. Þú átt að segja mamma verður líka að vera stillt (alveg með málfræðina á hreinu).
Þór: Ógei Heija mín. Fyðigeððu. Mamma veða ditt.
Ble ble ble,
september 19, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Dýrakex, smurostur og Doctor Crock skór á óskalist...
- :(Þetta virðist ekki ætla að hafast.Þetta er að re...
- Hann Þór Sebastian á afmæli í dag. Tveggja ára. Li...
- Vinsældarlisti letihauganna: 10. Uppáhaldsgæludý...
- Hversu langt úti í buskanum er maður ef maður býr ...
- Ok. Við segjum mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagu...
- "He that is good with a hammer tends to think ever...
- Sigga Lára spurði um framvindu... Hér er hún.Það e...
- Jæja. Búin að fá verðmat á húsið í Frakklandi. Del...
- Mig vantar (kannski) þriggja eða fleiri svefnherbe...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
5 Ummæli:
Dásamlegt!!!!
Gyða er einmitt að reyna að læra hverjir eru "hann" og hverjir eru "hún." En hún vill helst hafa það þannig að þau Friðrik séu sama kyns. Henni finnst erfitt að skilja að ég og hún séum "hún" en svo sé Friðrik "hann". Það verður frekar þannig að ég sé "hann" en þau séu saman í "hún"-liðinu.
Sosum skiljanlegt...
Ohh - þau eru dásamleg þessi blessuðu börn :-) Knús og kram!
Vá hvað hann er duglegur að tala! Og hún dugleg að kenna litla bróður :-)
Þetta eru nú bara að verða fullorðins samræður!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim