október 07, 2007

Núna áðan:

Heiða: Mamma, nóttin er komin.
Mamma: Ha, nei. Ekki alveg (klukkan var hálf sjö), en bráðum.
Heiða: Jú víst. Sjáðu bara (bendir á gluggann). Það er alveg dimmt (sem var alveg rétt hjá henni).
Mamma: Jæja, eigum við þá að fara að fá mjólkina.
Heiða: Já, og dudduna og bolina.
Mamma: Biddu pabba þinn að finna dudduna og bolina.
Heiða: Já, ég skal gera það. Ég ætla að fara að frekjast og tuða í pabba.

Ble ble ble,

4 Ummæli:

Þann 8/10/07 17:09 , Blogger Spunkhildur sagði...

Hún heitir nú einusinni Heiða. Löngu búin að átta sig á hvaða aðferðir virka í það og það skiptið. Kysstu Þór og Heiðu bæði frá mér og burraðu í hálsakotið.

Kveðja Frá Heitiég

 
Þann 8/10/07 18:15 , Blogger Berglind Rós sagði...

Haha þetta var fyndið :-D

 
Þann 8/10/07 20:58 , Blogger Sigga Lára sagði...

Það kemur kannski í hennar hlut að finna upp enskt orð yfir frekju...
(Nokkuð sem við erum búin að bögglast með í þýðingafræði.)

 
Þann 8/10/07 22:41 , Blogger Svandís sagði...

Já, undarlegt að það skuli bæði vanta frekju og nennu í Englendinga.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim