september 24, 2007

Mér líður undarlega (á góðan hátt). Ég er hálfnuð í gegn um eitthvað sem ég get bara kallað ósjálfrátt uppgjör þar sem ég hef lítið gert til að koma því af stað eða halda því gangandi. Það er bara að gerast. Mér hefur svo lengi liðið svo ótrúlega illa, miklu verr en nokkurn hefur grunað held ég, þar með talið ég sjálf. Ég bara hef aldrei verið í nógu góðum tengslum við sjálfa mig til að skilja virkilega hvernig mér líður. Fyrr en kannski núna.

Ef ég reyni að setja líðan mína í myndmál þá er helst eins og ég hafi í mörg ár (og þá er ég að tala um 10-15 ár) verið föst einhversstaðar úti á miðju hafi og það eina sem hélt í mér lífinu var að troða marvaða á fullu (er það annars skrifað svona). Oft var ég alveg komin að því að drukkna en á köflum náði ég líka að halda mér nokkuð vel á floti.

Nú er bara eins og einhver hafi allt í einu komið og gripið í hendina á mér og flogið með mig upp á þurrt land. Nú þarf ég bara að ákveða í hvaða átt ég ætla að halda og reyna að forðast það að henda mér í hafið aftur.

Í lokin, smá myndir af fallegu börnunum mínum.











Flottir pakkar maður (tekið á afmælisdaginn hans Þórs)












Sjáðu mamma, ég gat líka litað á bumbuna :)










Saman að leika með nýju bílabrautina.

Ble ble ble,

3 Ummæli:

Þann 25/9/07 12:21 , Blogger Sigga Lára sagði...

Fyndið að þú skulir líka vera með svona sjó-líkingu. Ég er einmitt með eina svoleiðis um það sem er búið að vera að gerast í mínu lífi undanfarin ár, en hún hefur bara ekki ratað á Alnetið ennþá.

En gott að þú ert komin á þurrt, og börnin þín eru sæt.

 
Þann 25/9/07 13:41 , Blogger Berglind Rós sagði...

Þið eruð svo yndisleg og ég sakna ykkar svo mikið. Gott að þú ert búin að ná landi og gangi þér vel í framhaldinu.

 
Þann 25/9/07 16:53 , Blogger Sigga Lára sagði...

(En verður nottla enn skemmtilegra þegar þú nærð Íslandi. ;-)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim