september 25, 2007

Ég opnaði háskólatölvupóstinn minn áðan og hann var enn virkur. Gamla góða netfangið okkar Aðalbjörns. Ég átti ekki nema 1300 ólesna pósta. Það var svo miklu minna en ég átti von á. Spurning hvort maður nennir að fara í gegn um þá alla til að gá hvort einhver hafi sent manni eitthvað merkilegt síðustu tvö árin.

Við Heiða vorum að leika okkur í dag með stubbana. Þeir fóru í búðina að kaupa sér ís og eftir miklar vangaveltur um hvernig ís þeir vildu fékk ég að velja. Ég vildi súkkulaði (húkkaga). Svo komu nú stubbarnir heim úr búðinni með ísinn og þá vildi ég náttúrlega fá minn. Þá heyrðist í minni: Mamma (ótrúlega hneyksluð). Hann á að fara í frystinn !!!

Þór er kominn í sér herbergi. Loksins. Þá kannski kem ég því í verk einhverntíman bráðum að venja hann af næturgjöfum og á að sofa alla nóttina. Þá verður nú aldeilis gaman að vera ég. Gvuuuuð hvað ég hlakka til að sofa í marrrrga klukkutíma samfleytt.

Ég er orðin algjört treiler trasj og ætla að skella mér í enn einn hjólhýsagarðinn í næstu viku. Jonathan er að fara til Írlands í vinnuferð þannig að ég ætla bara að fara með þau í smá frí þar sem er nóg um að vera og engin leiðinleg heimilisstörf til að trufla okkur. Núna ætlum við hingað.

Ble ble ble,

4 Ummæli:

Þann 26/9/07 17:28 , Blogger Sigga Lára sagði...

Hei, mig minnir að ég hafi sent þér eitthvað ógurlega heimspekilegt á þolláxmessu í hittífyrra. Komst svo að því seinna að þú varst hætt að lesa háskólapóstinn og nennti ekki að senda það aftur.

Gáðu endilega aððí.

Ég er farin að skipta á kúkableyju!

 
Þann 27/9/07 00:10 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið ertu dugleg:)
Góða ferð og góða skemmtun í hjólhýsagarðinum.

Kveðja,

Eyrún

 
Þann 27/9/07 13:24 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég sendi þér póst í gær:) á hotmail, er það í notkun?

 
Þann 30/9/07 10:57 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ elskan. Var að lesa færslurnar síðustu daga. Mikið skil ég þig þegar þú talar um að troða marvaðann. Mér hefur liðið þannig síðustu þrjú árin, á meðan ég hef ekki fengið nægan svefn. En svo þegar ég hugsa til baka þá hef ég kannski líka verið að mörgu leyti verið að troða marvaðann alveg síðan Kolbeinn fæddist. Kannski er þetta eitthvað sem heitir fæðingarþunglyndi og maður heldur niðri með því að passa sig á því að hafa alltaf nóg að gera og setur sjálfvirðinguna í að hrósa sjálfum sér fyrir eitthvað sem maður afrekar, í stað þess að vera bara ánægður með nú-ið og hér-ið. Er líka að gera upp svo margt, skilgreina ýmislegt. Ég hlakka til að hitta þig, vonandi fyrir jól. Reyni að hringja á eftir.
Þín,
Rannveig

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim