ágúst 17, 2006

Til hamingju með stóra strákinn Berglind og fjölskylda. Hlakka ósköp mikið til að sjá myndir af honum og ykkur öllum. Gott að það gekk vel.

Mitt barn stefnir hraðbyr í framyfirgöngu enda er DAGURINN í dag og ekki mjög langt eftir af deginum. Það er hins vegar allt í lagi svo framarlega sem hitinn úti fer ekki yfir 25 gráður.

Heiða Rachel er sjúk í tær, sokka og skó og skríkir af ánægju þegar hún fær að knúsa á manni tásurnar. Hún er voða dugleg lítil stúlka og elskar að fá að vera með í daglegu amstri. Hún setur í ruslið fyrir mig, setur í og tekur úr þvottavél og þurkara og hefur líka hjálpað mér að raða í uppþvottavélina. Æ, ég á yndislega dóttur. Best í heimi.

Og mikið ósköp hlakka ég til að komast í heimsókn til Íslands um jólin.

Ble ble ble,
Svandís

3 Ummæli:

Þann 17/8/06 23:00 , Blogger Spunkhildur sagði...

Og nú bíður maður á öndinni eftir fréttum af þér mín kæra. Og eins og alltaf þegar um geðstrop er að ræða, þá hlýtur þú að eignast aðra stelpu víst Berglind fékk strák.

Lovjú

 
Þann 18/8/06 11:39 , Blogger Sigga Lára sagði...

Mikið stuð að ganga framyfir. Jájá. Ég hlakka líka ógurlega til að sjá ykkur öll kannski aðeins einhverntíma í kringum áramót. Við Rannveig vorum einmitt að tala um að hrúga öllum sem verða á svæðinu saman þá í eins og eina dagstund og gá hvað við getum samtals gert mikinn hávaða.

 
Þann 18/8/06 13:38 , Blogger Ásta sagði...

Ég ætla að veðja á dagsetninguna "sem fyrst" og gangi þér sem allra best.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim