Hehe, einn góður frá Berglindi systur.
Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).
Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað.
SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér.
SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.
SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert?
SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.
Stuttu síðar:
SS: Það er ekki að ganga upp.
SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.
SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.
SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina. Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar.
Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu. Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað.
SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist?
SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann möguleika að elta mig.
SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?
SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.
SS: Og?
SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.
SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?
SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.
SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?
SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.
SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?
SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.
Ble ble ble
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim