ágúst 19, 2004

Já, ég er að ritgerða. Ótrúlegt en satt. Og svo náttúrlega vantaði mig smá upplýsingar og þá varð ég að interneta og auðvitað endar maður þá á því að eyða mörgum dýrmætum stundum í að blogglestur og annað dútl sem hefur ekkert með ritgerð að gera.

Eitthvað virðist franska póstþjónustan vera treg. Ég sendi slatta af pósti til Íslands fyrir mánuði síðan og hann er ekki kominn (nema sennilega hefur pabbi fengið bréfið sem ég sendi honum). Vona bara að þetta skili sér á endanum.

Til hamingju Ísland með frækilegan sigur á Ítölum í gær. Nú er bara að taka stefnuna á heimsyfirráð.

Þar til síðar,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim