september 28, 2007

Ég held að ef svo heldur sem horfir með útbreiðslu búfjársjúkdóma á Bretlandi, þá verður ekkert búfé eftir hérna. Við erum hér á ytri mörkum sóttvarnarsvæða og bændur eru með hjartað í buxunum og virðist sem í hverjum fréttatíma sé greint frá nýjum bæjum sem eru smitaðir og/eða nýjum sjúkdómum sem eru að breiðast út. Maður neyðist sennilega bara til að gerast grænmetisæta.

Jólin eru að koma. Ég þarf að fara að gera jólagjafalistann og versla svo ég geti nú ábyggilega komið þessu í póst tímanlega. Vil ekki að fólk þurfi að bíða eftir gjöfunum sínum fram yfir áramót eins og hefur komið fyrir.

Á morgun förum við Jonathanslaus í haustfrí í sumarhúsagarð sem við höfum ekki farið í áður. Það verður ábyggilega ágætt en ég vona að það verði ekki of kalt. Húsið er ekkert hitað. Maður hefur nú svo sem sofið í kulda áður og farið í tjaldútilegur og vaknað við að allt er komið á kaf í snjó þannig að þetta hefst nú sjálfsagt.

Veit einhver hvort það er hægt að setja upp færslur á blogger þannig að sumar séu læstar og sumar ekki? Mér er farið að finnast óþægilegt að skrifa sumt á bloggið þar sem ég hef ekki hugmynd um hverjir koma hér inn og lesa. Því væri voða gott að geta bara læst færslum sem ég vil ekki að allir komist í.

ble ble ble.

2 Ummæli:

Þann 30/9/07 17:25 , Blogger Ásta sagði...

Veit ekki til þess að það sé hægt á Blogger - hins vegar er það mjög auðvelt á Live Journal.

 
Þann 30/9/07 18:53 , Blogger Sigga Lára sagði...

Svo er líka hægt að koma sér upp fjöldapóstlista og hreinlega senda fréttir eða rant sem maður vill ekki að allir fái. Svosem eins og menn gerðu fyrir tíma bloggbyltingar. ;-)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim