febrúar 28, 2003

Ég skil þetta ekki. Eins gott að það er nördadagur á morgun.

Ókey, síðan er ekki ónýt. Og ég komst að því að ég er alls ekki kærulaus eftir allt saman. Ég er þvert á móti yfirnáttúrulega samviskusöm, sambland af læknanema og tölvunörd. Þetta sjálfspróf fann ég í gegn um heimasíðuna hennar siggudísar. Þið getið séð allt um tölvunördinn á síðunni hennar Siggu.


Sjáðu hvaða týpa þú ert


Bloggsíðan mín er ónýt og ég ætla að henda henni og búa til nýja. buhu.

febrúar 23, 2003

Hmmm. Ekki segja neinum.

Þú ert skátinn
Skatinn


Hvada persona ur Astriki ertu?
brought to you by Quizilla

febrúar 19, 2003

Ég nenni ekki að læra fyrir próf. Alllllls ekki. Þetta er hlutapróf í fjármálum tvö og ég vorkenni mér óskaplega að þurfa að fara í það. gremja og ergelsi.

En best að fara að drífa sig til þess. NÚNA.

Já, ég er ekki ennþá farin að læra fyrir próf. Mig langar bara að leika mér í tölvunni og búa til nýja heimasíðu og blog.

Já, ég mundi ennþá lykilorðið mitt. Nú þarf maður að fara að venja sig á að skrifa inn á þetta. Skólinn að fara á fullt, svo koma prófin strax og þeim er lokið flyt ég af landi brott. Ég er ekki ennþá búin að koma því í verk að fara til Ástu og biðja hana að kenna mér að setja þetta dót upp svo vel sé. Kannski nota ég bara mína gömlu heimasíðu hjá háskólanum enda kominn tími til að fara að breyta henni og taka út þessa ótrúlega hallærislegu mynd sem er þar. Já, kannski er það bara góð hugmynd. Og gerast svo netnörd. Mér finnst það nebblega skemmtilegt (nýbúin að uppgötva hvað msn er skemmtilegt dót). Annars, sjáum til. Kannski skrifa ég aftur á morgun og kannski líður annar mánuður þar til ég lít hér við aftur. Þangað til þá...